Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 64
286
Inga L. Lárusdóttir:
IÐUNN
að komast upp, og er þaðan afar fagurt útsýni yfir alt
umhverfið. Er eg kom þangað var lyftivélin í aðgerð.
Gekk eg því upp alla leið og sá ekki eftir því erfiði. —
Minnismerkin standa andspænis hvort öðru og er rennslétt
flöt með stóru stöðuvatni á milli. A vorin standa kirsi-
berjatrén klædd angandi, ljósrauðum blómum á vatns-
bakkanum, og
er þá dásamlega
fagurt þarna úti.
Washington-mo-
nument er stein-
obeliski, geysi-
hár. Teygir hann
efsta odd sinn
hátt til himins,
ímynd hinnar
konunglegu hug-
sjónar Was-
hingtons, manns-
ins, er öllum
frekar Iagði
grundvöll að
framtíð ríkisins
mikla á vestur-
Lincoln-memorial. hveli hnattar
vors. Lincoln-
memorial er musteri í grískum stíl. Súlnahöll mikil og
vegleg. Lincoln-memorial er gerður af marmara. Um-
hverfis eru súlnagöng mikil og eru súlurnar 36 talsins,
jafnmargar og sambandsríkin voru um það leyti er
Lincoln var myrtur. Þar inni situr »the grand old man«,
— alvarlegur og einarður á svip, — maðurinn, er .setti
sér það mikla mark, að afnema þrælahaldið, en varð-