Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 72
294 Einar Þorkelsson: IÐUNN Þorbjargar hafði á mig. Nú — svo segi eg fyrir mig, að mér fansf fögnuðinn ekki bragðminni fyrir það, að munnfríð kona og feitlagin, snyrtileg og vel á sig kom- in um alt, rak að mér koss, hlýjan og dísmjúkan, al- veg óvænt. — Þú sækir nú svo að, sagði húsfreyja, að Össur minn er ekki heima í bili. En hann hlýtur að koma eftir örskamman tíma. Blessaður gerðu svo vel að koma í bæinn. Hún leiddi mig síðan til gestastofunnar, einstaklega vistlegrar, Þaðan leiddi hún mig til snoturlegs smáher- bergis; lét mig fara úr ferðafötunum og færði mér þau þægindi, er hafa þurfti. Eg var kominn fram í stofuna aftur. Þá heyrði eg að hringlaði í beisli á hlaðinu. Þar var þá kominn Össur bóndi. Því gekk eg til dyra. En Þorbjörg húsfreyja var komin út á undan mér og fagnaði bónda sínum. Eg nam stað- ar fremst í dyrunum meðan hjónin voru að heilsast. — Það er einhver gestur kominn hjá okkur, góða mín, heyrði eg Össur segja. — Já. Það er gamall kunningi okkar. En hver heldur þú að það sé? í því kom eg út og heilsuðumst við Össur, og hann fagnaði mér ekki síður en húsfreyjan. — Eg þóttist mega sjá, að hann kæmi frá moldarstörf- um. Fætur hans og hendur báru það nokkuð með sér og svo virtist mér það óræk bending í þá átt, að hann kom með molduga reku og grasljá í umbúðum og var moldugur þjóbugurinn. Við vorum sest að náttverði, hjónin og eg. Vfir bcrði bar margt á góma. Þau fræddu mig um

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.