Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Síða 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Síða 75
IÐUNN Mera-Grímur. 297 Það bar svo til þegar bleikur var á sjöunda vetur, að Mera-Grímur misti aðra kúna sína úr doða, nýborna, í þriðju vetrarviknnni, og sat eftir með eina hina kúna, er bera átti bak hátíðum. Hann var því vita mjólkurlaus. Þá voru þrjár kýrnar bornar hjá okkur. Þú stakst þá upp á því, Þorbjörg mín, að eg byði honum bestu snemmbæruna okkar til eignar, ef hann vildi leggja Bleik á móti. Svo gæti eg vorið eftir bætt honum til í ám, eftir því sem semjast kynni með okkur. Þetta ráð tók eg. Bleikur kostaði mig snemmbæruna af básnum og fjórar ær að vorlagi, loðnar og lembdar. En aldrei sé eg eftir því kaupi. Samleið mín og blessaða bleika klársins varð margir vetur, og nú var eins og stirnaði ofurlítið um málfærið hjá Össuri............Bleikur var oft yndi mitt og traust, á nótt og degi, og brást mér al- drei, hvað sem í skarst. Af öllum hestum bar hann, nær og fjær, að vexti, fríðleik og kostum. Þó varð það hross, er af honum bar eitt sinn um skeiðið, og mun eg að því koma síðar. Bleik mínum sýndi eg aldrei annað hey en græna smátöðu. En þú, Þorbjörg mín, sást um hitt af fóðrinu, mjólkina og matinn, Og eg má fullyrða, að þú skamtaðir það ekki stjúpmóðurlega. Klárinn kom alt af á gjöf með kúnum og fór úr húsi um Iíkt leyti og þær. Marga góða hesta hefi eg átt, en alt var og er svipur hjá sjón, miðað við Ðleik. En varla kemst eg hjá að geta þess, hversu Mera- Grími varð, er eg lagði fölur á Bleik. Hann svaraði lengi engu og horfði í gaupnir sér. Þó kom þar, að hann leit allhvast til mín og mælti: — Er þetta ráð hennar Þorbjargar þinnar? Eg kvað svo vera. — Það er þá líkast, að þú farir með folann. Eg held, að eg trúi þér fyrir honum og þá ekki síður henni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.