Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Síða 76
298
Einar Þorkelsson:
IÐUNN
Svo þagnaði hann nokkur andartök. Þetta verður hvort
sem er síðasti snillingurinn, sem eg sel, og hljóp roði
í kinnar honum, ennið hrukkaðist ofurlítið og drættir
urðu kring um augun og munninn — og eg sá, að
hann beit á jaxlinn.
Vart fæ eg því gleymt, er hann afhenti mér Bleik
og beiddi honum og okkur hjónum allrar blessunar —
með tár í augunum...........Það urðu líka áhrinsorð á
blessuðum klárnum — og eg held nærri því okkur líka.
Össur lyfti glasinu og leit til mín.
— Mér þykir gott að tala um þessa hluti við þig,
mælti hann. En þú fyrirgefur mér, þótt lítið kunni eg í
hofmannaháttunum.
Svo tók hann sér nokkura málhvíld og hagræddi sér
á stólnum.
— Árið eftir að Mera-Grímur seldi mér Bleik, varð
hann ekkjumaður. Þá brá hann búi og fór í húsmensku
að Helli. Þar dvaldi hann það sem eftir var og þar dó
hann. Ekki fylgdi honum annað síðustu árin en nokkrar
kindur ög svo Stóra-Grána.
Svo var það hér um vorið, um fardagaleytið. Við
Sigurður á Grund, nágranni minn, og eg, fórum að
sækja kaupfélagsvöru í Vogskauptúnið. Eg reið fola sex
vetra, en lét þó Bleik vera í förinni, lausan og liðugan.
Við höfðum lokið við að búa á lestina og vorum að
leggja upp. Það var lítið meir en hálffallið í Voginn og
því var enn þá fjara framan við flóðvarpið. Við vorum
ekki farnir lengra en svo sem tvö hundruð faðma, er
kvenmaður á léttfærum hesti reið fram fyrir lestina. Og
nú ber hana að Vesturvíkinni og var í víkina fallið svo
að óreið var. Við sáum, að konan stefndi í víkina. Því
kölluðum við, sem mest við máttum, til þess að aftra