Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 89

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 89
IÐUNN jólasveinninn. 311 horfði á Sigga, alveg steini lostin. Önnur eins ósköp hafði hún aldrei séð alia sína daga. »Siggi! Hvað gengur að þér?« Siggi fór nú að verða hálfsmeikur og efaðist um, að hann hefði farið alveg rétt að ráði sínu. Amma gamla stumraði yfir rokknum og sendi Sigga tóninn. »Þú ert orðinn þokkapiltur! Hver kom þér til að gera þetta?« »Enginn. Eg vildi bara —« »Hvað vildirðu?« »Það var bara aumingja jólasveinninn. Hann var svo svangur, og mig langaði til að hjálpa honum. — ]óla- sveinninn þinn var miklu feitari«, sagði Siggi. Amma gamla ýtti gleraugunum upp á ennið og þaðan alla leið ofan á nefbroddinn. Hún horfði rannsóknar- augum á Sigga. »Ertu að mælast til að fá ráðningu?« »Eg sá þetta sjálfur«, sagði Siggi. »Það er alveg satt, ainma mín, að jólasveinninn þinn lifir enn þá. Hann er miklu feitari en minn«. Nú þagði gamla konan og fór að greiða rokkstreng- ina, sem höfðn ram-flóknað og vafist um hjólásinn. Siggi fann vel, að hann var að bíða eftir dómi — ef til vill hörðum dómi. Loksins rauf amma þögnina og sagði með áherslu: »Siggi! Það eru engir jólasveinar til«. Siggi fór og spurði einskis frekar. ,,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.