Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 90
IÐUNN Ritsjá. 4 Vfirlit. Safnasl hefir nú fyrir allmikið af bókum, sem lðunni hafa verið sendar til umsagnar, og veldur hvorttveggja rúmleysi í tímaritinu og annríki ritstjóra. Skal nú litið lauslega yfir Þa& merkasta og þó ekki alt að sinni. Af fræðibókum má nefna Siðfræði eftir próf. Agúst H. Bjarna- son, fyrv. ritstjóra Iðunnar. Er þetta 1. hefti ritsins: Forspjöll sið- fræðinnar, og er þar grafið fyrir sjálfri undirstöðunni. Er reynt að hafa hana sem tryggasta og farið alla leið niður fyrir alt mannkyn, niður í dýraríkið. Því næst er saga siðfræðinnar rakin, cg er sumt í þeirri sögu meðal þess bezta, sem próf. Agúst hefir ritað. Það er ekki neitt Iítið, sem próf. Agúst heftr ráðist í með því að hefja að rita þessa bók. Það er stórvirki, sem einmitt hæfir pró- fessornum í heimspeki, og á hann þakkir skilið fyrir, að hvika ekki frá því, enda líklegur til þess að leiða það til lykta svo, að honum, háskólanum og þjóðinni sé vegs- og menningarauki að. Prófessor Sigurður Nordal hefir gefið út íslenzka lesfrarbók. Er það allmikil bók og rúmar ýmsa úrvalskafla úr bókmentum síðari alda. Þarf enginn að firtast fyrir hönd þeirra, sem ekkert er eftir tekið, því að hér er lesbók en ekki sýnisbók, og fjöldi ágætra rithöfunda, sem ekkert eiga þar. Höf. skrifar stuttan formála um hvern höfund, og afbragðs góðan inngang, bókmentasögulegs efnis, er hann kallar samhengið í íslenzkum bókmentum. Bókin mun nú þegar komin mjög víða. Kominn er út fyrri partur af Krisfnisögu fslands eftir dr. ~]ón Holgason, biskup. Er sagan hér sögð fram undir siðaskifti, og verður talsverð bók um það er henni verður lokið. — Þó að ótrú- legt megi heita er þetta fyrsta kirkjusaga íslands, sem skrifuð er á íslenzku i samfeldri heild. Hin eina verulega kirkjusaga Islands, sem til var áður, er á latínu (Hist. eccl. Isl. eftir Finn og Pétur biskupa). Meðfram stafar þetta af því, að óvíða er kirkjusagan jafn nátengd almennu sögunni og hér. En þó er nú mikill fengur að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.