Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 3
JÐUNN
Skáldsögur og ástir.
Islenzkir skáldsagna-
höfundar hafa átt pað
sammerkt við aðra menn,
sem sömu iðju hafa
stundað í vestrænum
löndum, að peim hafa
orðið ástir að yrkisefni
nokkuru einstöku öðru
efni fremur. Og áhugi
þeirra fer vaxandi fyrir
ástamálum. Á síðari ár-
um má það teljast und-
antekning, ef einhver hlið
ástamála er ekki mergur
málsins í hverri skáld-
sögu. — Til eru þeir menn, sem þeirri skoðun hafa
haldið fram, að mjög örðugt væri að rita áhrifamikið
og öflugt sikáldverk án þess að fjalla um þessi efni.
Margir líta svo á, að ástalíf og samhugi kynjanna sé
svo stórfeldur og innilegur þáttur í sálarlífi manna, að
fram hjá því atriði verði naumast gengið, er gera eigi
grein fyrir mannlegum örlögum í skáldriti. Ritiö hljóti
óhjákvæmilega að verða kalt og eins og utanveltu, ef
hvergi kienni ylsins frá þessum djúpu kendum.
Eitt er víst. Margt virðist benda til þess, að um engin
efni sé eins mikið hugsað á vorum timum eins og þau,
er lúta að sambandi karls og konu. Bókmentirnar, sem
þegar hefir verið drepið á, bera þess ekki einar vitni,
20
Ragnar E. Kvaran.
IÖunn XV.