Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 61
JÐUNN Höfundur Robinsons Crusoes. 371 af mörgum álitin afbragðs æfintýra-saga; og Moll Flanders, sem merkir gagnrýnendur telja meistaraverk í raunsæjum bókmentum, en ekki getur söguefnið kal.l- ast sérlega fagurt. Eins og víðar í skáldsögum Defoes. er hér lýst lífinu í skuggahverfum Lundúnaborgar. The Jounial of the Plague er eitt hið sérstæðasta og aðdáunarverðasta af öllum ritum Defoes. Pað er lýsing á hinni miklu plágu, sem geisaði í Lundúnum 1665. Á þetta að vera dagbók söðlasmiðs, sem i borginni dvaldi, meðan á plágunni stóð. Vart getur rit þetta talist skáld- saga, eins og vér nú skilgreinum það orð. Pað er bein frásögn um skelfingar þær, sorgir og dauða, sem far- sóttinni fylgdu, færð í letur af sjónarvotti. Svo raun- veruleg er lýsingin, að hrollur fer um lesandann; hann horfist hér i augu við harðar og kaldar staðreyndir. En samt var Defoe að eins fimm ára gaimall, þegar plágan mikla fór eldi eyðileggingarinnar um Lundúna- borg. En fjörug ímyndun hans hefir fylt í eyðurnar. Kemur hér fram hinn óvenjulegi hæfileiki hans til að sveipa frásagnir og lýsingar blæ virkileikans, en það' tókst honum svo meistaralega í Robinson Crusoe. Petta frægasta rit Defoes á sér rætur í sannsöguleg- um viðburði. Skozkur sjómaður, Alexander Selkirk að nafni, var skilinn eftir af félögum sínum, árið 1704, á' eyðieyjunni Juan Fernandez, fyrir Chile-ströndum. Dvaldi hann þar í einveru fjögur eða fimm ár, áður honum var bjargað. Eftir heimkomu hans til Englands varð mönnum að sjálfsögðu tíðrætt um æfintýri þau, sem hann hafði ratað í. Eru til sagnir um það, að Defoe liafi haft tal af Selkirk, en mjög eru þær á reiki. Hi.tt mun mála sannast, að Defoe hafi að eins notað sagn- irnar um Selkirk sem beinagrind skáldsögu sinnar, en ímyndunarafl skáldsins. hafi klætt frásögnina holdi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.