Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 44
354
Hjón.
iðunn
Presturinn svaraði — og fór haimförum, meö stóryrð-
um, fortölum og háði. En f>að varð árangurslaust. Hann
var sigraður. Söfnuðurinn var á rnóti honum. —
Svo [>egar presturinn kom svona ánægður á móti
henni með þennan boðskap, svaraði hún fáu, en henni
virtist, að miennirnir hlytu pá að vera öðru vísi í pess-
ari sókn en annars staðar, ef einhverir svipaðir þeim,
tvímenningunum kæimu ekki fljótlega í Jjós.
-----Alt í einu voru einhverir farnir að tala saman í
næsta herbergi. Frúin heyrði til þeirra gegnum hálfopn-
ar dyrnar. Annar var maðurinn hennar, en hina rödd-
ina þekti hún ekki. Röddin var hæg og skær, og [>egar
hún var búin að hlusta á hana um st'und, fanst henni
hún kannast við hana.
„Ég verð að fá einhverjar leiðbeiningar,“ sagði prest-
urinn. „Konuna yðar pekti ég ekki, eins og pér vitið.
Helztu æfiatriðin þyrfti ég að fá vitneskju um.“
„Æfiatriðin! Pau voru ekki margbrotin,“ sagði rödd-
in. „Hún fæddist hér í þorpinu og var hjá foreldrum
sínurn, pangað til hún giftist. ]>aö eru þrettán ár síðan-
Við höfum líka búið hér allia tíð síðan."
„Áttuð þið börn?“ spurði presturinn.
„Eina dóttur. Hún dó ung.“
„Var hér alla æfi. Helgaði æskustöðvunum líf sitt.
foreldrum og eiginmanni,“ sagði presturinn lægra en
áður, eins og hann væri að tala við sjálfan sig.
Svo varð þögn.
„Meira þyrfti ég að fá að vita,“ sagði presturinn
„Ég hefi varla neitt meira að segja,“ sagði röddin.
.„Pað er mest fyrir foreldra hennar og kunningja, að
ég er að biðja um þessa húskveðju. Andlát er nú alt
af andlát.“
„Já, vissulega. Vistferli úr þessum heimi til annars