Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 19
IÐUNN Skáldsögur og ástir. 329 ]>au furöulega ferleg eins og [)au birtast á ýmsan hátt í mannlífinu. Framar öldu eru þau ægileg og ferleg í kynferði'shvötum mannanna. „Vindurinn í nösunum á mér er sá vindur, sem blæs í þessu flæðarmáli," segir Steinþór. En það eru ekki loftstraumar einir, sem leika um flæðarmálið, þorpið og íbúa þess. Straumar lítil- sigldra, lágra, ljótra kynferðishvata smjúga um alt þorpið, inn í hvert hús og alla leið inn í sálma gartn- anna í Hjájþræðishernum. Sálmurinn „Þú vínviður hreini“ er bersýnilega fram kominn fyrir afvegaleidda, niðurbælda kynferðisfýsn. Þessar hálf-tryltu hvatir eru nefndar ást. „Slík var þá hin fyrsta persónulega reynsla, sem Salka Valka hafði af ástinni," er sagt, þegar fúlmennið hefir ráðist á hana. Þetta er enginn orðaleikur hjá höfundinum, því að bókin ber það með sér, að hann vill leggja, áherzlu á þann skilning, að blindar hvatir séu eklci eingöngu grundvöllur ástarinnar, heldur sé alt annað, sem að henni lýtur, ekki annað en útflúr og dular- búningur hvatanna. „Ég er alls enginn kvenmaður — og skal aldrei verða!“ hrópar barnið í máttlausri andstygð á öllu þessu, sem litur að kynskiftingu mann- tegundarinnar. En „þessi heimtufreki jarðarávöxtur í mannsmynd, nærður af fiskum hafsins", fær vissulega ekki staðist miskunnarlaus öfl náttúrunnar. Salka Valka hatar Steinþór eins og barnshugur er fær um að hata. En jafnvel hatrið fær ekki verndað hana gegn því, að hinar dularfullu, blindu hvatir flæði yfir hana: „Hún hafði aldrei upplifað neitt því líkt sem á þessari stundu, að sjá karlmann leggja, í einlægni og auðmýkt ver- und sina að fótum hennar, og í svip gleymdi hún allri for- tíðinni, gleymdi, hvar hún stóð í tímanum, rökvísi viðburð- anna leystist upp í vitund hennar, og hún skynjaði að eins 21 Iöunn XV.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.