Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 90
400 Bækur. ÍÐUNP® ir nú gefið út í þýðingu Ragnars E. Kvarans, er ein af síð- ari bókum Sinclairs, þótt skrifuð sé hún fyrir nokkrum árum. Pað er bók höf. um heimsstyrjöldina. Að söguhetju hefir hann valið einfaldan og óbrotinn alþýðumann, eins og hann gerist og gengur, einn úr fjöldanum. Það er ekkert glæsilegt við Jimmie Higgins; hann er fátækur vélamaður, sem á konu og börn, vinnur fyrir brauði sínu og sinna, þegar einhver viii kaupa vinnu hans, og sveltur, þegar eng- inn þarf á honum að halda. Hann er vanur að hlýða fyrir- skipunum og ávalt boðinn og búinn til að taka á sig ómök, ef félagar hans kveðja hann til. Víðlesinn er hann ekki né margfróður, en þó hefir honum opnast sýn inn í fyrirheitna landið; hugsjónin um jafnrétti og bræðralag hefir snortið hans einföldu sál, og hann er dyggur liðsmaður í samtökum stéttarbræðra sinna, fús að vinna hvert það starf, sem honum er trúað fyrir. Verkefni höf. er nú að sýna oss, hver áhrif styrjöldin hefir á hugsunarhátt og örlög þessa manns. Það byrjar með alls konar stappi og stímabraki heima í Leesville, dval- arborg Jimmies. Heimurinn er alt í einu orðinn brjálaður, en fyrst um sinn hefir vitfirringin í för með sér aukna at- vinnu og velmegun. Jimmie auðgast að lífsreynslu — t. d. þeirri spánnýju reynslu, að hægt er að afla peninga með öðru móti en að strita fyrir þeim. En áður en varir er hann kominn á svarta listann, sviftur atvinnunni og verður að hrekjast á brott. Konu sína og börn missir hann af völdum ógurlegrar sprengingar, því að nú er fósturland hans löngu orðið ein allsherjar smiðja morðtækja og vítis- véla. Upp úr þessu kemst Jimmie á flæking, og drífur nú margt á daga hans. En þar kemur, að hann lætur berast með straumnum óstöðvandi: hann gengur í herinn. Ekki til þess að berjast og drepa, því alt eðli hans rís öndvert við slíkum verknaði. En honum hefir verið sagt, að við herstöðvarnar sé mikil þörf verkainanna. Hann innritast í herinn til þess að fá atvinnu. Eigi að síður lendir hann í eldlínunni jafn-skjótt og til vígstöðvanna er komið. Hann kemur á úrslitastundu, þegar vopnalukkan er að snúast Bandamönnum í vil. Af tilviljun tekur hann þátt í viður- eign, sem hverfir stríðshjólinu. Það er Jimmie Higgins, sem vinnur stríðið; að minsta kosti heldur hann það sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.