Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 4
314
Skáldsögur og ástir.
IÐUNN
hieldur og öll list og hvers ikonar tilraunir til pess að-
tjá almenningi almennar hugsjónir. Kvikmyndaleikir
hafa víðtækastan og fjölbreytilegastan áhorfendahóp-
inn, og langsamlega mestur hluti peirrar starfsemi fjall-
ar um ástalíf. Ástæðan fyrir peirri staðreynd er vita-
skuld fyrst og fremst sú sannfæring, að þessi efni hafi
meira aðdráttarafl en nokkur önnur. Sannleikiurinn er,.
að mjög nærri liggur að segja megi, að í huga almenn-
ings og sérstaklega í huga hins ágætasta hluta þjóð-
anna hafi hugmyndin um ástina tekið það sæti síðustu
mannsaldriana, sem trúin skipaði áður — hún hefir
verið í hugum manna skart og kóróna mannlegs lífs.
Fyrir framan mig á borðinu er bók eftir einn snildar-
legasta bókmentafræðing Bandaríkjanna — Joseph
Wood Krutch að nafni. Hann ræðir meðal annars um
hugmyndir manna um ástir á EngLandi síðari hluta síð-
ustu aldar. Eins og öllum er kunnugt voru þá margvís-
leg umbrot að gerast á hugsunum manna. Afrek nátt-
úruvísindanna voru að kippa grunninum undan hverri
arfþeginni hugmyndinni eftir aðra. Kristinn rétt-trúnað-
ur átti í vök að verjast, þegar bardagamenn eins og
Huxley og aðrir trúboðar vísindanna létu ljós skynsem-
innar og rökvísinnar skína á fornar goðsagnir úr Gyð-
ingalandi, sem kristindómurinn var talinn hvíla á. En
um eitt voru allir sammála: Astin er œdsta reynsla
mannlegrar sálar og réttlœting á mannlegu líji.
Naumiast þarf annað en benda á þetta til þess að aliir
sjái jafnskjótt, hve bókmentimar bera þess ótvirætt
vitni, hvert hefðarsæti ástin hefir skipað í hugmynda-
heimi manna síðustu mannsaldra. Frá hversu margvís-
legum hliðuin sem t. d. skáldsagnahöfundar hafa athug-
að fyrirbrigði ástalífsins, þá hafa þeir í raun og verui
allflestir sagt það sama um ástina eins og Páll sagði