Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 91
3ÐUNN
Bækur.
401
Hann er heiðraður fyrir frækilaga framgöngu, gerður að
undirforingja, og [rykist nú maður með mönnum.
Eftir vopnahléð er hann þegar gintur út í nýtt æfintýri.
Hann ræður sig í leiðangur til Archangel, í þeirri trú að
jafna eigi gúlana á Húnunum (Þjóðverjum) norður þar.
Jimmie fagnar yfir þessu nýja æfintýri. Hann er öreigasinni
með lífi og sál og fullur hrifningar yfir byltingu Rússanna.
Hér býðst honum tækifæri að kynnast þessum voldugu við-
hurðum af eigin sjón og raun. Hann hyggst að hjarga bylt-
ingunni í norðurheimi, eins og hann hafði snúið styrjöldinni
á vesturvegi. En það var ekki skrifað í stjörnunum, að
Jimmie skyldi vinna marga slíka sigra. — I Archangel
lcemst hann í kynni við rússneskan Gyðing, sem dvalist
hefir í Ameríku og kann ensku. Það verður banabiti Jim-
mies. Áður en hann veit af er hann orðinn verkfæri til
,,undirróðurs“ í hernum, þar sem hann er sjálfur undir-
foringi. Hann er sér þess ekki meðvitandi að hafa gert
neitt annað en það, sem rétt er. Því fer fjarri, að hann
hafi viljað brugga hernum fjörráð; það vakti að eins fyrir
lionum, að félagar hans fengju að vita sannleikann. En eng-
inn spyr um það, hvað vakti fyrir Jimmie Higgins. Hann
er tekinn fastur sem hættulegur njósnari og sakaður um
landráð. Fyrir herréttinum er hann krafinn sagna um, hver
hafi leitt hann út í ógæfuna. Jinnnie þrjózkast við — í
fyrsta skifti á æfinni. Enginn mannlegur máttur fær hann
til að segja til hins nýja íélaga síns. Svo byrja pyndingarn-
ar. Við þessa píningarsögu Jinnnies — hún er hroðaleg —
verður ekki dvalið hér. En þegar lesandinn skilur við
hann, hefir hann mist vitið — heldur, að hann sé dýr, sem
lent hafi í gildru og nagað af sér fótinn. Hann er orðinn að
ómálga skepnu, alveg meinlausri,.............og þegar einhver
klappar honum á höfuðið, þá nuggar hann sig upp að hon-
um og vælir af ánægju“.
Þetta lauslega yfirlit um grind sögunnar gefur sama og
enga hugmynd um hana. Bókina verður að lesa. Með þetta
æfintýralega efni hersar Sinclair með frábærri leikni hins
þrautæfða rithöfundar. Sagan er með afbrigðum auðlesin
og hugsefjandi. Merkilega lifandi er fyrsti hluti bókarinnar,
lýsingin á umróti því, er stríðsfregnirnar valda í hugum
verkamannanna í Leesville, þar sem þjóðerniskendir og