Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 8
302
Roald Amundsen.
IÐUNN
og gerði manninn að dýrlingi fyrir kraftaverkið. Síðar
hafa aðrir farið erfiðari og lengri leið yfir Grænland
þvert, til dæmis Koch, ofurstinn danski, sem hafði til
fylgdar sér Vigfús Grænlandsfara. En þeim ferðum hefir
hvergi nærri verið jafn mikill gaumur gefinn og ferð
Nansens, því hún var sú fyrsta. Ferðasaga Nansens af
þessari för, »Paa Ski over Grönland«, varð einskonar
kenslubók allra heimskautafara í því, hvernig þeir ættu
að búa sig út og hvernig hátta skyldi ferðalögum á
hjarnbreiðunum miklu.
Blöðin fluttu ítarlegar lýsingar af ferðinni og bókin
seldist mikið. En það er óhætt að segja, að ekki hafi
frásagnirnar af þessu ferðalagi grafist jafn djúpt inn
í lund nokkurs manns og fjórtán ára drengs eins í Osló.
Þegar hann dó í sumar, mátti finna meðal bóka hans
safn af öllum blaðafrjettum um skíðaförina yfir Grænland
1888. Og bók Nansens vitanlega. Þetta var eigi ástæðu-
laust, því þessar blaðafréttir og bókin höfðu ráðið lífs-
ferli mannsins, sem í hlut átti. Lestur þeirra hafði heillað
hann svo, að hann varð að gerast heimskautakönnuður
sjálfur og ekkert annað. Drengurinn var Roald Amundsen.
Hann var fæddur í Borgum við Sarpsborg, sem
Borgarþing hin fornu eru kend við, 16. júlí 1872, en
fluttist með foreldrum sínum til Osló í bernsku. Eigi er
þess getið, að hann hafi á barnsaldri verið öðrum á því
reki ólíkur, nema hvað hugur hans hneigðist þegar í
stað til æfintýraferða norður í íshaf. Skömmu eftir að
hann var orðinn læs, náði hann í frásögn af hinni ömur-
legu tilraun Franklins til þess að komast sjóveg norðan
Ameríku, frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Til þeirrar farar
hafði verið vandað svo mjög, að síðan hefir aldrei verið
gerð úr garði eins kostnaðarsöm og mannmörg heim-