Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 12
306 Roald Amundsen. IÐUNN manni hafði tekist áður. En »Fram« komst heilu og höldnu til Noregs aftur, undir forustu hins mikla sæ- garps Otto Sverdrups, sem víða kemur við landkönnun- arsögu Norðmanna, og lifir enn, í hárri elli. Amundsen hafði langað til að vera í þessari för en ekki fengið. Nú var það næsta hugsjón hans, eftir að hann hafði sigrast á norðvesturleiðinni, að gera sjálfur út leiðangur með líku fyrirkomulagi og þann, sem Nan- sen hafði stjórnað árið 1893, og freista þess að betur tækist. Amundsen fór alls ekki í launkofa með, að hann ætlaði sér að komast á norðurheimskautið í þeirri ferð. A fundi landfræðifélagsins norska, 10. okt. 1908, lagði hann fram áætlun um sjö ára ferðalag norður í heim- skautshaf. Skyldi lagt upp frá Alaska og skipið Iátið reka þaðan með ísnum. Nansen hafði lagt í ísinn frá austanverðum Síbiríuströndum, en Amundsen hugði, að með því að leggja í ísinn nálægt Alaska, mundi skipið komast lengra norður á bóginn. Þegar þetta áform var birt almenningi, vakti það al- menna athygli. Þegar »Gjöa«-förin var ráðin, höfðu flestir hrist höfuðið og spurt, hvort maðurinn væri vit- laus. En nú hafði nafnið Roald Amundsen aðra verkan en þá. Framlög til þessarar nýju ferðar streymdu inn til samskotanefndanna; Amundsen sagðist ætla að komast á norðurheimskautið. Menn treystu honum til þess og voru fúsir til að styðja að heiðri þjóðarinnar með því að styrkja hann. En nú kom babb í bátinn. Cook kemur til Kaup- mannahafnar og segist hafa verið á þessum stað, sem Amundsen ætlaði að heimsækja fyrstur allra manna. Þetta reyndist að vísu lygi, en rétt á eftir kemur Peary norðan úr höfum og segist hafa verið á norðurheim- skautinu 5. apríl 1909. Því var trúað. Og nú kom ann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.