Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 12
306
Roald Amundsen.
IÐUNN
manni hafði tekist áður. En »Fram« komst heilu og
höldnu til Noregs aftur, undir forustu hins mikla sæ-
garps Otto Sverdrups, sem víða kemur við landkönnun-
arsögu Norðmanna, og lifir enn, í hárri elli.
Amundsen hafði langað til að vera í þessari för en
ekki fengið. Nú var það næsta hugsjón hans, eftir að
hann hafði sigrast á norðvesturleiðinni, að gera sjálfur
út leiðangur með líku fyrirkomulagi og þann, sem Nan-
sen hafði stjórnað árið 1893, og freista þess að betur
tækist. Amundsen fór alls ekki í launkofa með, að hann
ætlaði sér að komast á norðurheimskautið í þeirri ferð.
A fundi landfræðifélagsins norska, 10. okt. 1908, lagði
hann fram áætlun um sjö ára ferðalag norður í heim-
skautshaf. Skyldi lagt upp frá Alaska og skipið Iátið
reka þaðan með ísnum. Nansen hafði lagt í ísinn frá
austanverðum Síbiríuströndum, en Amundsen hugði, að
með því að leggja í ísinn nálægt Alaska, mundi skipið
komast lengra norður á bóginn.
Þegar þetta áform var birt almenningi, vakti það al-
menna athygli. Þegar »Gjöa«-förin var ráðin, höfðu
flestir hrist höfuðið og spurt, hvort maðurinn væri vit-
laus. En nú hafði nafnið Roald Amundsen aðra verkan
en þá. Framlög til þessarar nýju ferðar streymdu inn til
samskotanefndanna; Amundsen sagðist ætla að komast
á norðurheimskautið. Menn treystu honum til þess og
voru fúsir til að styðja að heiðri þjóðarinnar með því
að styrkja hann.
En nú kom babb í bátinn. Cook kemur til Kaup-
mannahafnar og segist hafa verið á þessum stað, sem
Amundsen ætlaði að heimsækja fyrstur allra manna.
Þetta reyndist að vísu lygi, en rétt á eftir kemur Peary
norðan úr höfum og segist hafa verið á norðurheim-
skautinu 5. apríl 1909. Því var trúað. Og nú kom ann-