Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 14
308
Roald Amundsen.
IÐUNN
úr vetrarlæginu. Ekkert slys vildi til á rerðalaginu, allir
komu heim heilir og hraustir.
Aldrei hefir vegur Amundsens verið meiri en þegar
hann kom heim aftur úr þessari för. Þjóðin bar hann
á höndum sér og nafn hans var á allra vörum. »Fjár-
aflabragðið* hafði gefið honum frægð og fé. Og heim-
inum bættist mikil og góð landfræðisþekking við þessa
ferð.
Þegar Amundsen var kominn heim til Noregs aftur,
tók hann þegar að undirbúa norðurförina miklu. Hann
ætlaði sér að leggja upp frá San Francisco í júní 1913,
en varð síðbúinn og næsta ár skall heimsstyrjöldin á og
það tafði enn. Loks fór svo, að horfið var frá hinni
upprunalegu áætlun um norðurferðina, en í stao þess
afréð Amundsen að fara sömu leiðina inn í ísinn og Nan-
sen hafði farið 1893, skamt fyrir austan Ný-Síbiríueyj-
ar. »Fram« var dæmt óhæft til ferðarinnar og varð því
að smíða nýtt skip, »Maud«. Það var ekki fyr en 25.
júní 1918 að Amundsen lagði upp frá Osló í þessa ferð.
Hann sigldi fyrir norðan Síbiríu og tókst að komast
alla leið til Alaska. Sú för bætti á frægð hans: hann
hafði komist norðausturleiðina svo nefndu.
En nú verða umskifti í lífi Amundsens. Hann fer að
hugsa um að nota flugvél til þess að komast yfir norð-
urskautið,'skilur við skipið og situr nú um hríð í Alaska
við undirbúning áforma, sem öll mishepnuðust. Flugvél-
arnar voru um þetta leyti, 1920, alls ekki færar um slík
langferðalög sem hér var um að ræða. En Amundsen
sat við sinn keip og beið. »Maud« var fimm ár að
velkjast í ísnum og varð mikill vísindalegur árangur að
förinni, en Amundsen kom þar hvergi nærri.
Loks hverfur hann aftur heim til Noregs. Hann er
þá horfinn frá fyrra áformi sínu, að fljúga frá Alaska,