Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 18
312
Um þrifnað á Islandi.
IÐUNN
siðmenningu, en menningarskeið flest átt sér stað í
hlunnindalöndum hingað til, þ. e. a. s. löndum hagkvæmra
náttúruskilyrða. Sjálfur telur Huntington að mannflokkar
þeir, sem »staðnæmdust« í köldum löndum, séu yfirleitt
framsóknarleysingjar, en framsóknarfólkið, úrvalið, »haldið
áfram« til hlunnindaríkari landa. Að vísu hefi ég sterkan
grun um, að mannflutningakenningar Huntingtons séu
rangar og sömuleiðis hugmyndir hans um hinn asíatiska
uppruna mannsins sem trjádýrs, en það kemur ekki
þessu máli við. Það, sem skiftir endurlausn íslendinga
nokkru máli, er sú staðreynd, að á síðustu árum hefir
mönnum tekist að beizla svo miskunnarleysi náttúrukraft-
anna, að manninum ætti að vera innan handar að taka
sér bólfestu og hafa alla sína hentisemi, hvar á jörðinni
sem er, þar se.m líf getur þrifist á annað borð, og að
kuldinn einn þarf hvergi að vera því til fyrirsföðu, að
mannlegar verur nái fylsta þroska. Norðurpóllinn er ekki
óbyggilegur sakir kulda, heldur sakir gróðurleysis, veiði-
leysu og samgönguvandræða.
Eg hefi áður tekið fram í skrifum,1) að hugfakið: heit
lönd eða köld, sé meðal annars háð kunnáttu manna
í því að búa um sig fyrir eða haga sér effir hinum
ýmislegu tilbrigðum veðurfarsins. En fram undir vora
daga hefir menningunni ekki þótt neitt í húfi um að
beina athygli sinni að beizlun norðurhjarans. Menningar-
þjóðirnar, sem hlunnindalöndin bygðu, fundu enga beina
þörf til þess að stunda þá mildu og fróðlegu list, sem er í
því falin að byggja köldu löndin. Osfuddir af anda hámenn-
ingar háðu kaldlendingar barátíu sína við grimd norður-
hjarans og sömdu sig að náttúru landsins með frumræn-
um háttum, sem tóku fyrir skilyrði öll til háborins þroska..
1) Af ísl. menningarástandi, 1925.