Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 21
IÐUNN
Um þrifnað á íslandi.
315
aldri. Hinu verður ekki mótmælf, að óþverri veldur
fremur óþægilegri lykt af mönnum og gerir þá áþekka
illa hirtum svínum, sem betra er að koma ekki nærri.
Og miklu er viðkunnanlegra að umgangast hreinan
aula en speking, sem lyktar af skít og svita. Eg er
fyrirfram sannfærður um, að gáfur skítugra manna eru
ekki hreinni fyrir sitt leyti en líkamir þeirra, og lítinn
vafa tel ég á því, að hreinir hafi þeir menn verið á
Islandi, sem skrifuðu sögurnar, enda lét Snorri gera
laug að Reykholti.
Einkum er mönnum, sem stunda óhreinlega erfiðis-
vinnu nauðsyn mikil að baða sig daglega og iðka vel
hreinlæti, og háborin skömm að því, að sjást skuli
nokkursstaðar verkamannabústaður til sjávar eða sveita,
sem ekki er útbúinn með baðherbergi, heitu vatni og
köldu. Gerir daglegt bað verkamanninn ekki aðeins
hreinlegan og þokkafullan, heldur veitir það einkar
þægilega líkamlega tilfinningu og hefir auk þess ólíku
betri siðferðisáhrif en bæði guðsorð og brennivín, sem
hefir annars verið einasta afþreying og huggun sveita-
manna um langar aldir. Sýnist oss ekki lítil ástæða til
að skotið væri inn í faðirvorið frómri bæn um »daglegt bað«.
Hreinn líkami veldur þokkalegu sálarlífi. Menn fara að
hugsa bjartar, menn fara að vilja fegurr. Hreinir menn
verða ósjálfrátt geðslegir í umgengni. Viti maður sig geðs-
legan fyrir sjálfum sér, verður hann ósjálfrátt geðslegur
gagnvart öðrum. Maður, sem veit sig ógeðslegan með
sjálfum sér, hagar sér ruddalega gagnvart öðrum. Hér
er að finna lausn nokkura þeirrar gátu, hvers vegna
sóðaskapur og ókurteisi fylgist einatt að.
Islendingar geta lært býsnin öll af Vesturheimsbúum
í þessu tilliti, eins og enda hverju því, er snertir hvers-
dagsleg lífsþægindi. Þarf sérstaka eftirgrenslan til að