Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 22
316
Um þrifnað á íslandi.
IÐUNN
spyrja uppi í bandarízkum bæ íbúð svo frumlega, að
henni fylgi ekki baðtæki. Algengt er að einstakar íbúðir
hafi fleiri en eitt baðherbergi og hverju einasta herbergi
í gistihúsum fylgir baðklefi. Það er því ekki að undra,
þótt Vesturheimsbúar séu hrein þjóð og þokkaleg. Auk
þess eru þeir manna frjálslegastir í hegðun, bjartsýnir
menn, einlægir og glaðlyndir. Hinn almenni þjóðar-
þrifnaður gerir ókunnugum oft erfitt að greina muninn
á háttsettum verzlunarhöldi eða almennum daglauna-
manni, svo vel snyrtar eru allar hinar vinnandi stéttir
þjóðfélagsins.
Einhver sú mesta andstygð, sem ég hefi nokkursstaðar
orðið var við í landi, sem á að hanga í því að heita
siðað, er úfbúnaður íslenzkra salerna og frágangur
þeirra. ]afnvel í illræmdustu fátækrabælum evrópiskra
Suðurlanda þekkist ekki annað eins. Það er ennfremur
algengt í íslenzkum sveitum, að ekkert sé til á bæjum
í líkingu við salerni, — jafnvel á svokölluðum betri
bæjum og embættismannasetrum. Mér er mjög um skap
að gerast fjölorður um andsfygðir þessar, enda er siður
manna að þagna, þegar kemur til hluta, sem bæði eru
þjóðarskömm og allsherjarviðbjóður í senn. Salernislaust
heimili er brennimerkt í augum siðaðra manna og
óvönduð salerni einhver hinn hroðalegasti viðbjóður,
sem unt er að ímynda sér.
Nú hagar víðast svo til um aðrensli og frárensli vatns
á íslandi, að auðvelt er að gera vatnssalerni á bæjum.
Ætti, heilbrigðis vegna, þrifnaðar og almenns velsæmis
að lögbjóða, að hvert íbúðarhús, hvar sem er á landinu,
skuli hafa baðáhöld og vatnssalerni. Ríkið á að leggja
af mörkum styrk til þeirra, sem ekki geta aflast þessara
nauðsynja á eigin ramleik. Nú munu fyrirsvarsmenn
sóðaskaparins vilja halda því fram, að engan varði út í