Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 26
320
Um þrifnað á íslandi.
IÐUNN
fisk, en stúlka með óhreinar og skemdar iennur alls
ekki boðleg vara, nema fyrir dóna.
Ein orsökin til þess, hve íslendingum er hætt að nota
blótsyrði og andstyggilegan munnsöfnuð, er vafalaust
meðvitund þeirra um það, að munnur þeirra sé skemdur
og skítugur. Tók ég eftir því, að Vestur-íslendingar eru
heimalandanum prúðari í orðbragði og óblótsamari, en
þeir hafa yfirleitt vel hirtar tennur og viðgerðar upp á
amerískan móð. En það er reynsla mín um menn, að
því betur sem þeir hirða tennur sínar, því kurteisari séu
þeir og þokkalegri í orðbragði. Hreinn munnur skapar
vandaðan talanda og menn, sem eru óþarflega grófir í
kjaftinum á að taka með valdi og láta gera upp í þeim
tennurnar á sveitarinnar reikning.
Hefði ég efni á að gefa öllum íslendingum tann-
bursta, mundi ég gera þjóðinni meira gagn en þótt ég
skrifaði handa henni ódauðleg ljóð. En nú hefi ég ekki
efni á að kaupa hundrað þúsund tannbursta, og bið ég menn
að afsaka það. Eg verð að láta mér nægja að skrifa bók.
5. Kvef og klæðaburður.
Þá víkur sögunni að hrækingunum á Islandi. Sú var
tíðin, að Islendingar hræktu hvar sem þeir stóðu, m. a.
á gólfin í híbýlum sínum, stundum upp í rjáfrin. Fínir
gestir hræktu þó vanalega á bak við mublurnar eða inn
í ofninn. Jafnvel fram á mína daga hafa Islendingar
verið blindir fyrir hinu ósæmilega við hrækingar, eins
og t. d. fyrir því að nota fingurna fyrir vasaklút eða
klóra sér í höfðinu og fá svo undir nöglina. Þegar ég
var lítill drengur, gekk ég t. d. upp í þeirri dulinni, að
það væri eitt höfuðtakmark allrar snildar að kunna að
hrækja mannlega og átti mér ekki heitari ósk en þá að