Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 27
IÐUKN
Um þrifnað á íslandi.
321
geta hrækt jafnlangt og bóndi nokkur í sveitinni. Hann
er stundum gloppóttur, smekkurinn, sem sveitamenningin
fræga skapar í unglingunum, enda kváðu postular hennar
sjá hana í ímynd úldinnar sauðargæru á hrifnisaugna-
blikum sínum.
Næsta stig íslendinga í hrækingalist var að innleiða
hrákadallinn í stáss stofurnar og nú má svo segja, að
kominn sé hrákadallur inn á hvert heimili. í þessu eru
nokkrar framfarir heilbrigðilega séð, þótt hæpnar séu
frá sjónarmiði fegurðar. Vonandi er þó sú tíð í vændum,
að fullkomnasta stigið náist í þessari grein, en það er
að kenna Islendingum að leggja hrækingar niður með
öllu. Hrákadallar sjást hvergi hjá siðuðu fólki. Siðaður
maður hefir ekki þann ósið að hrækja, jafnvel ekki,
þegar hann fer einn saman fjarri mannavegum, því
síður á borgarstrætum eða innan húss. Hrækingar eru
ófyrirgefanlegur löstur öllum nema brjóstveikum mönnum
eða kvefuðum, og þeir eiga að hafa hrákaglas meðferðis.
Þá er ég nú loksins kominn að kvefinu, sem leyst
hefir af hólmi lúsina frægu, — þetta skepnudjásn, sem
um langar aldir og fram á vora daga hefði átt að
standa í skjaldarmerki Islendinga. Er sú uppgötvun
fremur óviðkunnanleg, sem hver sá hlýtur að gera, er
ferðast meðal Islendinga, að hvort sem er meðal strand-
búa eða dalamanna og í hverja stétt þjóðfélagsins sem
farið er, á hvaða árstíð sem er, þá er fólkið sí og æ
að barma sér yfir kvefinu. Ég minnist hvergi að hafa
rekist á þetta eilífa kvefstagl meðal annara þjóða.
Kvilli þessi er frámunalega hvimleiður og ógeðslegur,
og þótt ekki sé hægt að kalla hann beinum orðum
siðferðisbrest hjá þjóðinni, fremur en lúsina, þá er það
þó skýr vottur um siðferðilegan sljóleika, að ekki skuli
hafa verið gerð að því gangskör með opinberum afskiftum