Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 35
IÐUNN
Um þrifnað á fslandi.
329
bysgingarlist. En mikið er í húfi, að nú séu lagðar
sterkar undirstöður.
Seinast, þegar ég skrifaði um híbýlakost, gerði ég
þriggja herbergja íbúð og eldhús að lágmarkskröfu fyrir
verkamannafjölskyldu. Eftir amerískri fyrirmynd yrði
slíkri lágmarksíbúð tilhagað eitthvað sem hér segir:
Setustofa, svefnherbergi ásamt fataklefa (dressing-room),
baðberbergi með heitu og köldu vatni og eldhús svo
rúmgott, að nota megi annan enda þess fyrir borðstofu.
Setustofan ætti einnig að vera útbúin með hverfirúmi
(disappearing bed), sem hvolfa má inn í vegginn að
deginum.
Auðvitað kemur aðeins til mála miðstöðvarhitun á ís-
landi, þar sem jarðhiti og raforka hjálpast að því að
leggja til eldsneyti, og hörmulegt að fé skuli enn sóað
út úr landinu fyrir jafn fornfálegt, útlent eldsneyti sem
kol og olíu, þegar þess er gætt, hvílíkum eldsneytis-
hlunnindum land vort er gætt. — Að öðru leyti vísa ég
til sérfræðinga um frágang bygginga og hlýtur hið opin-
bera að hafa umsjón með því, að hvergi séu hús gerð,
er eigi samsvari loftslagi voru. Gerð íslenzkra húsgagna,
er sameini fegurð og þægindi, krefst sömuleiðis umfjöll-
unar sérfræðinga.
Nokkurn greinarmun verður að gera á tilhögun verka-
tnannahíbýla í sveit og borg, en þess munar hlýtur að
verða gætt af sjálfu sér, þegar til skarar skríður um
framkvæmdir Við nánari yfirvegun þessara hluta hallast
«g upp á síðkastið meir að hverfum en marg-
býlishúsum bæði í sveit og borg, þótt hverfabyggingar
séu að vísu kostnaðarsamara sambúðarform en marg-
býlishús. En sízt skortir jarðnæði á íslandi, svo að eng-
inn hængur er á því, að hægt sé að reisa einlyft fjöl-
skylduhús í þyrpingum til bæjar og sveita í stað þess að
Iöunn XII. 21
L