Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 36
330 Um þrifnað á íslandi. IDUNN hrúga einni hæð ofan á aðra, eins og tílt er í jarðnæðis- knöppum stórborgum erlendis. Ennfremur er gnægð af raforku, jarðhita, byggingarefni og vinnukrafti til í landi voru, auk annara kosta, og þarf í engu til að spara, ef landinu væri stjórnað með öruggri stjórnarfarslegri skygni og takti þeim, sem sönnum stjórnmálamönnum er með- fæddur, en á sér hvergi form nema í framkvæmdum, — og sízt í bókum. (Því eiga þessar ritgerðir mínar ekkert erindi til stjórnmálamanna, heldur eru þær aðeins hug- vekjur handa alþýðu, en svo fremi að alþýðu skiljist nú nokkur stjórnarfarsleg höfuðatriði, hefir hún öll skilyrði til þess að skapa pólitískar náðargáfur meðal sín.) Að öllu athuguðu hygg ég sem sagt, að hugmyndir mínar frá 1926 (Ferðasaga að austan) þarfnist nokk- urrar endurskoðunar. Ég var þi þeirrar skoðunar, að í stað hinna óboðlegu tómthúsræfla, sem kauostaða-alþýða hýrist í, ætti að byggja margbýlishús með sameiginlegum eldhúsum. Ég sagði, að það ætti að hafa einn stóran pott og eina stóra þvöru, eitt geysimikið eldhús og stromp upp úr þakinu. Á krepputímum og hallæris, eins og t. d. í síðasta stríði, hafa menn ekki komist hjá því að sjá, hver fjársparnaður var í því að stofna almenn- ingseldhús. En sannleikurinn er sá, að allar umbóta- tillögur, sem byggja höfuðatriði sín á sparnaði, eru tóm vitleysa. Á þessari jörð, sem vér Iifum á, þarf nefnilega ekkert að spara. Guð hefir ekki aðeins gefið oss alt, heldur einnig gnægðir alls. Hið alleinasta, sem oss vantar á þessari jörð, er fullkomnara stjórnarfar. Sameiginlegt eldhús þýðir í raun og veru ekki annað en matsöluhús og er full nauðsyn á að slík finnist hvar- vetna þar, sem margbýlt er, en það ber samt ekki að gera ráð fyrir nokkurri íbúð án eldhúss. Svo er líf manna bezt, jafnvel í hversdagslegustu efnum, að jöfnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.