Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 38
332
Um þrifnað á íslandi.
IÐUNN
hafa löngum sagt. Stundum er ég Iít til íslenzkra fjalla
að, vori til, ekki sízt eftir langa dvöl í erlendum stór-
borgum, finst mér eitthvað áþekt því sem standi ég nú
andspænis hinni hinztu opinberun sálar minnar.
En í heimi veruleikans, mannabygðum, er verksvið
vort og þessu megum vér sízt gleyma, hversu ljóðrænir
hrifningarmenn sem vér kunnum að vera, þá er vér lítum
til fjalla. \Jér verðum að hafa hugfast, að kotin og
þurrabúðirnar verða ekki mubleraðar með draumum
einum, raflýstar með tómum ferskeytlum, né bygðar upp
með sögum af skrítnum körlum og kerlingum eða
ættartölum. Og þótt þjóðernisgorgeirinn kunni að vera
góður og blessaður og sveitamenningin snild, þá er þó
enn meira um vert að þvo sér og hirða tennur sínar.
Og mikið er af trúarvaðli, Ijóðarugli og ófrjóu »fræði«-
grúski á íslandi, sem aðeins veldur klofningi í íslenzkum
skapferliseinkennum, en dýpkar ekki lífsvizku nokkurs
manns. Okkur vantar einkum menn og konur, sem
kunna að byggja hús, að rækta garða, að búa til ætan
mat, að setja upp raftæki, að smíða íslenzk húsgögn,
að ala upp munaðarleysingja, að stjórna alþýðubóka-
söfnum, að túlka alþýðu vísindi. Okkur vantar stjórn-
málamenn með frumkvæðishæfileik, er byggi starf sitt á
skilningi íslenzkra þarfa og vinni í senn á grundvelli
samþjóðlegrar vitundar og íslenzks hugsunarháttar, menn,
er áræði hafi til að gerbreyta í samræmi við stjórnar-
farslegar framfarir útheimsins og þó umfram alt nógu
óbifanlega trú á íslenzkt ágæti til þess að skoða það
hlutverk sitt að gera ísland að leiðarljósi stórþjóðanna.
Það verður að lyfta þjóðinni upp úr hinni hamlandi
örbirgð, sem er afleiðing klaufafengins og illmannlegs
stjórnarfars, — gera hana hagsmunalega hæfa til þess
að þroska vitund sína í samræmi við hugsjónir íslenzkra