Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 40
334 Ofurmennið. IÐUNN sinn, hæfileika og eðli alt, Iiggur lífið fram undan honum eins og seiðandi draumur. I hug hans er ólga og umbrot, blóðið er heitt og næsta auðvelt að tæla hann og leiða á villigötur. Og freistingarnar láta sjaldnast standa á sér. Til eru lauslátar konur, sem reyna að draga hann á tálar. Og til eru viðsjárverðar bækur, sem sýna honum lestina í töfraljósi. Lendi hann svo í solli léttúðugra félaga og fái kynni af því óheilnæma lífi, sem lifað er á kaffihúsum og knæpum borgarinnar, þá má hann vara sig. Holt væri honum þá að hlera eftir hinni innri rödd, sem kallar úr djúpum sálarinnar og segir honum hvað sé rétt og hvað rangt. En fari svo, að hann gleymi barnalærdómi sínum og taki að leggja hlustirnar við svonefndum nýmóðins kenningum, eins og t. d. hinni hlægilegu kenningu Darwins um skyldleika apa og manna, þá er hann þegar kominn út á hálan ís, og gæti þá svo farið, að hann iðraðist þess um seinan að hafa léð slíkum hugarórum eyru. — Vinur vor, Theodór Dahl, var nýkominn til Kristjaníu eftir sumarleyfið og byrjaður aftur á námi sínu. Theodór var frá góðu heimili; foreldrar hans voru vel metin í sinni stétt og sjálfur var hann gæddur góðum gáfum og að öllu hinn mannvænlegasti, enda hafði hann fengið ágæta vitnisburði hjá kennara sínum og presti. Vér megum heldur ekki, þrátt fyrir inngang þessarar frá- sagnar, hugsa oss hann sem gersamlega óreynt barn. Slíkt væri mikill misskilningur. Theodór hafði þegar að baki sér eins árs dvöl í höfuðstaðnum, er saga þessi hefst. Frá þessari dvöl átti hann margar sárar endurminningar. Hann hafði svo sem komist í nægilega náin kynni við fáfengi- legt glyslíf borgarinnar. Hann þekti orðið hættur stórborgar- lífsins. Napra hæðnisbrosið, sem oft lék um varir hans,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.