Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 41
IÐUNN Ofurmennið. 335 bar þögult vitni um að þarna færi maður, sem hefði upp skorið beizka reynslu í þessu lífi. Þessa reynslu hugði hann sjálfur næga tryggingu gegn því, að hann tæki alvarleg gönuskeið í framtíðinni. Því miður hafði hann í þessu tilliti hryggilegt oftraust á sjálfum sér, svo sem bráðum mun sýnt verða. Þó sé það fjarri oss að vilja áfella Theodór fyrir þetta mikilláta traust hans á eigin mátt og megin. Það verður alt skiljanlegra, er vér kynnumst skapgerð hans nánar. Hann var höfðingi í lund og gæddur eigi litlum heim- spekigáfum. Hann hafði þegar náð heimspekiprófi við háskólann með annari einkunn. Ofurlítil óhepni — mjög smávægileg — hafði valdið því, að einkunnin varð lægri en rétt var, en enginn heilvita maður getur heldur lagt mikið upp úr slíku handahófsprófi, þar sem tilviljun ein ræður oftast úrslitum. En vér skulum ekki gleyma því, að mönnum með lundarfari Theodórs hættir því miður við að flækja sig inn í orðagildrur guðlausrar heimspeki, en út frá þeim götum er ofur hægt að leiðast út í algert trúleysi, svall, sjúkdóma og örvæntingu. Að ytra út'.iti og í framkomu var Theodór dálítið kyndugur, eins og títt er um lærða menn og iðkendur hinnar hærri speki. í klæðaburði var hann nokkuð hirðu- laus. Hár hans var mikið og fagurt, en féll að jafnaði í úfnum og ógreiddum flókum niður á ennið. Augnagler hans hékk æfinlega í seglgarnsspotta í stað silkisnúru og hálsbindið sat aldrei vel á honum. Hann gat líka verið undarlega viðutan á stundum. Oft gekk hann með regnhlífina undir hendinni, þótt hellirigning væri. Og væri hann spurður hvað klukkan var, hafði hann það til að draga upp úr vasa sínum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.