Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Blaðsíða 41
IÐUNN
Ofurmennið.
335
bar þögult vitni um að þarna færi maður, sem hefði
upp skorið beizka reynslu í þessu lífi. Þessa reynslu
hugði hann sjálfur næga tryggingu gegn því, að hann
tæki alvarleg gönuskeið í framtíðinni. Því miður hafði
hann í þessu tilliti hryggilegt oftraust á sjálfum sér, svo
sem bráðum mun sýnt verða.
Þó sé það fjarri oss að vilja áfella Theodór fyrir þetta
mikilláta traust hans á eigin mátt og megin. Það verður
alt skiljanlegra, er vér kynnumst skapgerð hans nánar.
Hann var höfðingi í lund og gæddur eigi litlum heim-
spekigáfum. Hann hafði þegar náð heimspekiprófi við
háskólann með annari einkunn. Ofurlítil óhepni — mjög
smávægileg — hafði valdið því, að einkunnin varð lægri
en rétt var, en enginn heilvita maður getur heldur lagt
mikið upp úr slíku handahófsprófi, þar sem tilviljun ein
ræður oftast úrslitum.
En vér skulum ekki gleyma því, að mönnum með
lundarfari Theodórs hættir því miður við að flækja sig
inn í orðagildrur guðlausrar heimspeki, en út frá þeim
götum er ofur hægt að leiðast út í algert trúleysi, svall,
sjúkdóma og örvæntingu.
Að ytra út'.iti og í framkomu var Theodór dálítið
kyndugur, eins og títt er um lærða menn og iðkendur
hinnar hærri speki. í klæðaburði var hann nokkuð hirðu-
laus. Hár hans var mikið og fagurt, en féll að jafnaði
í úfnum og ógreiddum flókum niður á ennið. Augnagler
hans hékk æfinlega í seglgarnsspotta í stað silkisnúru og
hálsbindið sat aldrei vel á honum.
Hann gat líka verið undarlega viðutan á stundum.
Oft gekk hann með regnhlífina undir hendinni, þótt
hellirigning væri. Og væri hann spurður hvað klukkan
var, hafði hann það til að draga upp úr vasa sínum