Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 49
IÐUNN
Minningar.
I. Brot úr ræðu.
1.
Fyrir nokkuru átti ég tal um það við tvo kunningja mína,
hverja bók Islendingur, sá, er eigi skildi aðrar tungur
en móðurmál sitt, mundi helzt kjósa sér til andlegrar
hressingar, ef hann væri lokaður inni árum saman og
sviffur þannig öllu samfélagi við aðra menn.
Okkur datt sitthvað í hug. Þjóðsögur Jóns Arnasonar,
Sturlunga, Njála, Vídalínspostilla, Eddukvæðin o. fl.
Annar kunningja minna stakk t. d. upp á Vefaranum
mikla frá Kasmír.
Hvort sem við ræddum þetta lengur eða skemur,
varð það loks ofan á, að engin bók væri mönnum önnur
eins sálubót og andleg svalalind og heilcg ritning, enda
hefir dæmi margra andlegrar stéttar manna víðs vegar um
heim sýnt, hve margsháttuð viðfangsefni bíða í riti þessu
athuguls lesanda.
Ut frá samtali okkar fór ég að hugsa þetta mál feti
lengra. Eg hugsaði mér, að einstaklingurinn væri einnig
sviftur þessari einu bók, að hann væri hnepptur í hrein-
ustu fangavist.
Það liggur í augum uppi, að maður, sem lokaður
væri inni árum saman allslaus, yrði að vera sjálfum sér
nógur í orðsins fyllstu merkingu. Hann yrði hreint og
beint að lifa á endurminningum sínum og lífsreynslu, og
því auðugra sem hvort tveggja væri, því þolanlegri mundi
vistin verða. En ærið dapurleg hlyti hún að vera þeim