Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 50
344
Minningar.
IÐUNN
manni, sem synt hefði gálauslega gegn um þessa tilveru.
Margt íslenzkt gamalmenni mun hafa lifað drjúgum á
því í einstæðingsskap elliáranna, sem það nam og var
innrætt í barnæsku. Er það tvímælalaust mjög illa farið,
ef slikt æskunám barna við kné móður og ömmu leggð-
ist niður.
Það mun álit sálarfræðinga, að viðburðasnautt líf sé
lítt minnisstætt eftir á. Þannig er hlutfallið öfugt; þvi
lengur sem tíminn virðist hafa verið að þokast áfram,
því skemmri reynist hann í sjóði minninganna. Þess vegna
hafa fæstir þeirra manna margs að minnast, sem hafa
látið berast með strauminum og aldrei tekið sér ærlegt
starf fyrir hendur. Gáfaðir og framtakssamir menn geta
oft ritað mjög merkilegar endurminningar, einkum þeir,
sem kunna að sjá söguefni í því, sem við ber. Er djúp
mikið staðfest milli slíkra manna og hlustaþykkra ein-
trjáninga, sem finnst ekkert vera markvert og hver dagur
öðrum líkur. Þeir segja aldrei neitt í fréttum nema góða
veðrið í dag, illviðrið á dögunum, eftir ástæðum. Heilsan,
jú þakka fyrir, þetta við sama o. s. frv. Slíkum mönnum
hlýtur lífið að vera eins konar skyldukvöð, sem þeir eru
dæmdir til að inna af hendi, og er þá vel farið, ef þeir
una glaðir við sitt.
Endurminningar hvers manns, ef einhverjar eru, hljóta
að vera »snar þáttur« af honum sjálfum, eins og skáld-
konan, Olína Andrésdóttir, hefir lýst meistaralega í
kvæðinu Svarað bréfi. Merkir atburðir, sem grafast í
hvimleitt blaðahjal og veizluglamur, varðveitast að öðru
jöfnu einangraðir og óflekkaðir í minni manna. Muna
menn alla jafna betur þá atburði, sem þeim hafa verið
hugþekkir, en leiðinlegt dægurþras gleymist furðu fljótt.
Það ætti því að vera hverjum manni hollt, að beina
huganum að því liðna, endurminningum sínum.
I