Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 52
346 Minningar. IÐUNN þeir sé ungir, því að eftir skemmtilega æsku og dapra elli gleypi jörðin þá. Þessi síðasta hugsun birtist oss í þessum tveim vísu- orðum eftir Jónas Hallgrímsson: „Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn“. Gleðjumst, meðan vér erum ung! Er yfirleitt hægt að eggja menn glæsilegri lögeggjan? Þessi orð eru spak- mæli, og þó að þau kunni að hljóma bezt við drykkju- borðið, þar sem undirspilið er glasabuldur eða horna- skvol, þá geta bindindismenn huggað sig við það, að þau eiga erindi til allra ungra manna um allan heim. Æskuárin fjarlægjast hina vaxandi kynslóð eins og land, sem hverfur í sjó. Undirlendið hverfur skjótt, en vér siglum lengi svo, að sjór er í miðjum hlíðum. Loks eru snævi þaktir jökultindar einir eftir, sem minna á elliárin, þegar vér eigum að sigla lífsins sjó undir grá- um hærum. Ef til vill sjáum vér aldrei hina klökuðu tinda bera eina saman við úfinn hafflötinn. Bátar vorir kunna að molast í spón á einhverju blindskerinu; en það gerir minnst til; því fyrr komumst vér í örugga höfn. Eg býst við, að vart verði bent á þá konu hérlenda, sem átt hafi sér viðburðaríkari lífsferil en Guðrún Osvífursdóttir. Stórfelld lífsbarátta hefir m. a. orðið til þess að gera hana að einni frægustu söguhetju Islend- ingasagna, en til þess þurfti mikið. Svo er sagt um Guðrúnu, að hún hafi í; elli sinni gerzt trúkona mikil. »Hon var löngum um nætr at kirkju á bænum sínum«, segir sagan. Það voru minningarnar um æsku hennar, elskhuga og margvíslega baráttu fullorðinsáranna, sem megnuðu að lyfta huga hennar upp yfir hversdagsstritið. Þessar minningar hafa þyrpst að henni, þar sem hún kraup niður á knébeð og baðzt fyrir í kirkjunni á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.