Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 53
IDUNN Minningar. 347 Helgafelli, og þær hafa knúð fram tárin, sem brenndu svo völvuna, sem hvíldi undir kirkjugólfinu, að hún hafði engan frið í gröf sinni. En minningar þær, sem megn- uðu að vekja þessi heitu tár, urðu um leið til þess að þíða klakann úr brjósti hinnar margreyndu konu. — Líf vort er fjallganga. Arla í dögun er lagt af stað með nesti og nýja skó. Vonirnar svífa fyrir hugskots- sjónum vorum eins og leiftur og glæsileg fyrirheit skella á hlustum göngumannsins. I fyrstu er gengið greitt, hvorki litið iil hægri né vinstri, en brautin er rudd gegn um skóginn, sem lykur rætur fjallsins. Aður en varir, erum vér komin upp í miðjar hlíðar. Komin út úr villi- götum skógarins upp í grasbeltið, þar sem rifizt er um beitilandið. Þar er venjulega litið um öxl. Fram undan eru fjallskriðurnar naktar, en fjallseggjarnar, þar sem lífskeið vort þrýtur, eru huldar myrkri þoku. Fram undan er fábreyttnin, margbreyttnin að baki. Mundi þá ekki margur óska þess, að hann hefði svipast um af meiri alúð á fyrsta áfanganum, þegar tómstundir voru nægar og margbreyttnin óþrjótandi?........... .......Eg sé í anda aldraðan þul, sem er að blaða í gömlum handritum. Hann hefir varið mestum hluta ævi sinnar í það, að draga fram úr rykföllnum skjala- dyngjum þau gögn, sem varða minningar þjóðar hans um margra alda skeið. Hann hefir gengið starfi sínu algerlega á hönd, og honum nægir ekki minna viðfangs- efni en minningar allrar þjóðarinnar. Þegar hann var ungur, sneri hann einsamall af leið fjöldans. Hann fann það vel, að það kostaði andlega baráttu og sjálfsafneitun og vissi einnig, að það yrði aldrei goldið til fullnustu nema með þeirri gleði, sem samfara er vel unnu starfi í þágu þjóðar sinnar.......... .......Uti fyrir ríkir hversdagsglaumur borgarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.