Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 57
IÐUNN
Minningar.
351
guðsmóður einum rómi og hétu að reisa henni þessa
kapellu, ef hún afstýrði yfirvofandi hættu. Þeir höfðu að
vísu fyrr hugsað sér að reisa kirkjuna, en hin mikla
nauðsyn rak þá til skjótra ákvarðana einmitt á þessari
stund. — María bænheyrði lýðinn og gaf honum þrek
til að standast allar árásir og bægja óvinunum loks á
braut, og nokkurum árum síðar reis kapellan á hæð
norðaustan við borgina.
Það ber sjaldan við, að mannlaust sé í Lórettókapell-
unni um þetta leyti árs. Þangað streyma sí og æ píla-
grímar til að biðjast þar fyrir og flytja Maríu þakkir.
2. júlí fara konurnar úr borginni þangað í fjölmennri
skrúðgöngu. Þá er sungin þar messa með mikilli viðhöfn.
Það er farið að byrja að rökkva, er við komum að
kapellunni, og þegar inn er komið, verður manni í fyrstu
dimmt fyrir augum. Fremst í kirkjunni krjúpa nokkurar
konur og þylja í hálfum hljóðum. Veggirnir eru alþaktir
misstórum og sundurleitum tréspjöldum, sem geyma
þakkarorð til Maríu frá nokkurum af öllum þeim fjölda,
sem hún hefir bænheyrt hér fyrr og síðar. Fábreytni
þessa húss er undarlega geðfeld eftir allt skrautið og
viðhöfnina í nágrannakirkjunum. Það er svipað að koma
hér nú eins og að koma á vorin inn í fyrstu íslenzku
sveitabaðstofuna eftir að hafa dvalizt í sölum borgarinnar
allan liðlangan veturinn.
Framan við Lórettókapelluna eru nokkurar bekkja-
raðir með þakskýli yfir. Þar krjúpa einnig konur, sem
einhverra hluta vegna hafa ekki viljað fara inn í sjálfan
helgidóminn. Hér er gott að njóta kveldkyrðarinnar. Ef
Þorlákur helgi hefði alið aldur sinn á þessum slóðum
einhvern tíma á síðustu mannsöldrum, mundi hann vafa-
laust hafa reikað hingað, þegar hann þurfti að vera einn,
í stað þess að leita sér næðis í klettunum norðaustur