Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 63
IÐUNN
Rómantíska slefnan nýja.
357
á hlutunum. — Raunsæisstefnunnar hefir ekki mikið
gætt í íslenzkum skáldskap. Helztu skáld hennar hér
eru þeir Qestur Pálsson og Guðmundur Kamban.
Sem lífsskoðun er raunsæisstefnan að mestu horfin,
sem fagurfræðileg bókmentastefna lifir hún að vísu enn.
En rómantíska stefnan nýja, sem hefir verið að grafa
um sig síðasta aldarfjórðunginn, ryður sér meir og meir
til rúms. Hún byggir á því af gömlu rómantísku stefn-
unni og raunsæisstefnunni, sem staðist hefir tönn tímans.
Hún slær meira á hina dulrænu strengi en raunsæis-
stefnan, gefur geðbrigðum og tilfinningum meira rúm og
leiðir eilifðarhugsjónina til sætis í fornan öndvegissess.
Sagan endurtekur sig. Nú verður raunsæisstefnan að
hlíta sömu örlögum og gamla rómantíkin varð að gera
— hún verður að ganga í gegnum hreinsunareld þann,
er hin nýja stefna býr henni, og mörg boðorð raunsæis-
stefnunnar reynast léttvæg. A síðustu 20—30 árum hefir
raunsæisstefnan að meira eða minna leyti verið leyst af
hólmi af ýmsum rómantískum skoðunum. En það er
fyrst nú á síðustu árum, að öllum þessum hugmyndum
hefir verið safnað undir hugtakið: rómantíska stefnan
nýja. Og sá, sem hefir gert það, er danski ritdómarinn
]örgen Bukdahl. Af skáldum, sem ort hafa í anda
þessarar stefnu, má nefna ]ohannes Jörgensen og Helge
Rode í Danmörku, Hans E. Kinck og Sigrid Undset
í Noregi.
]örgen Bukdahl hefir sagt, að allar hugsæisstefnur
séu tilraun til þess að víkka sjóndeildarhringinn og
vinna ný lönd. Fall raunsæisstefnunnar stafi af því, að
hún hafi aðeins frætt oss urn hvernig sannleikurinn líti
út hið ytra, en aldrei látið oss lifa hann innan að. Fyrst
nú nemi skáldin löndin í þeim skilningi. Og þau geri
það með lotningu fyrir verðmæti hins dulda, ósýnilega