Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 66
360
Rómantíska stefnan nyja.
IÐUNN
ófrýnileik sinn. Slíkt væri hugleysi. Við verðum að finna
nýjan grundvöll að byggja á, þegar hinn gamli svíkur.
Það er þetta, sem Bukdahl vill.
Það næsta, sem Bukdahl sendir frá sér, eru tvær
bækur með smásögum: »Den sidste Frist« (1922) og
»Graa Eros« (1924). I þeim lýsir hann einmitt því sjúka
í samtíðinni — mönnum, sem vilja hlaupa frá allri ábyrgð
og flýja þangað, sem draumurinn einn ræður, líkt og
Pétur Gautur. En um þessar bækur fjölyrði ég ekki. I
þessu sambandi vil ég halda mér að jákvæðu hliðinni.
Og Bukdal lætur sér ekki nægja að sýna andhverfuna.
Hann vísar einnig til vegar.
Þá komu út tvær stórar bækur eftir hann um norskar
nútímabókmentir: »Norsk national Kunst« (Norsk þjóð-
list) 1924 og »Det skjulte Norge (Dul-Noregur) 1926.
Þetta eru tvö fyrstu bindin af sex, sem hann ætlar sér
að rita um meginstrauma í nýrri norrænum bókmentum.
Eiga tvö næstu bindin að vera um Danmörku, en tvö
þau síðustu um Svíþjóð.
Þessi tvö bindi um Noreg verða að teljast með því
merkilegasta, sem hefir verið skrifað um norskt andlegt
líf á síðari árum. I þessum bókum segir Bukdahl greini-
lega hvað hann vill, og hann lítur öðruvísi á bókment-
irnar en áður hefir tíðkast. Hann segir að þessar bækur
sé »uppástunga til samtíðarinnar um leið og takmark
inn í framtíðina*.
Þessar bækur eru skrifaðar af þörf á að skilja sinn
eigin tíma og verkefni hans. Og þær eru skrifaðar af
skáldi og gagnrýnanda, en þó fyrst og fremst af sál-
fræðingi.
Sá grundvöllur, sem Bukdahl byggir á, er þjóðernið,
þjóðernistilfinningin og — í nánu sambandi þar við —
trúartilfinningin. Það er sá grundvöllur, sem er öruggur,