Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 70
364
Rómantíska stefnan nýja.
IDUNN
jafnframt þroskasaga — Noregs frá öndverðu. Sveit
hefir staðið gegn sveit, og þjóðinni hefir veitt erfitt að
finna sjálfa sig sem eina heild. Nú er Noregur eitt ríki,
án þess þó að sérstæður þessar hafi þurkast út.
Norsk menning er margþætt og í augum ókunnugra
nokkuð sundurleit. Hver landshluti, hvert bygðarlag á
þar sína kvísl. Bukdahl rekur þessa ýmsu þætti í bók-
mentunum og flokkar jafnvel rithöfundana niður eftir
því, hvaðan af landinu þeir eru. I ritum þeirra koma
ekki einungis fram persónueinkennin, heldur einnig
landshlutaeinkennin. En hver, sem vill þekkja norskt
þjóðareðli og skilja norskar bókmentir og norska menn-
ingu, verður að rekja kvíslarnar alt að upptökum þeirra.
Menningin grær frá rótinni — ekki frá toppinum. Það
er enginn gróandi í þeirri menningu, er kemur sem
skipun frá ytri völdum. Hið eina valdboð, sem menning
einnar þjóðar má hlýða, eru hinar djúpu þrár fólksins.
Þess vegna hefir norsk bæjamenning, fædd af dönsk-
um yfirráðum og bygð á danskri tungu og dönskum
áhrifum, ávalt verið utanveltu við hið eiginlega, sérstæða
norska þjóðlíf, og norskir rithöfundar síðustu aldar, sem
fóstraðir voru af þessari menningu, í raun og veru lítið
haft að segja oss um norskt þjóðareðli, svo glæsilegir
sem þeir annars voru.
Nú er Dul-Noregi Iyft fram í dagsbirtuna af skáldum
þjóðarinnar. Rithöfundar eins og Olav Duun kynna
Noreg úti í Evrópu sem hið sérstæða norska land, og
þeir gera það betur en Ibsen eða Björnsson gátu gert.
Þeir voru báðir Evrópumenn frekar en Norðmenn.
Duun — og fleiri með honum — stendur báðum fót-
um í norskri jörð og bækur hans flytja boð frá þjóðar-
sálinni sjálfri. —
En er nú þjóðernið eitt þess um komið að bjarga