Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 78
372 Bréf til jafnaðarmanns. IÐUNN um, hvort hinir ódauðlegu höfundar hafa heitið á heiðinn Þór í bænum sínum eða fallið fram fyrir Hvíta-Kristi þeirra Gyðinganna. Kristnitakan hér á landi er og að ýmsu leyti einkar- góð lýsing á trúarskapgerð Forn-íslendinga. Þessi nýi siður, er kollvarpaði aldagamalli heimsskoðun, átrúnaði, guðsdýrkun og menningu, var leiddur í lög á alþingi Islendinga árið 1000 með hávaðalitlu samkomulagi milli heiðinna manna og kristinna. Báðir flokkar, hinn heiðni og kristni (er var margfalt mannfærri), komu sér saman um að hlíta úrskurði heiðins prebts, er þeir völdu til þess að kveða á um það, hvort heiðinn siður ætti að ríkja framvegis hér á landi eða kristin trú skyldi í lög leidd. Eftir nokkra umhugsun, kvaddi presturinn sér hljóðs og mælti fyrir þingheimi á þessa leið: Ef vér höfum tvo siði, sundra þeir þjóðinni í tvo andstæða flokka, og vér glötum reglu og friði í landinu. Til þess að halda reglunni og varðveita friðinn skulu allir lands- menn hafa ein lög og eina trú. Og af því að þessi heiðni bragðarefur hefir sennilega rent grun í, að kristin- dómurinn var tízkuuppáfyndning, er með tíð og tíma hlyti að yfirskyggja hina hálfdauðu, heiðnu lífsskoðun, þá lýsti hann yfir því fyrir þingheimi, að allir íslendingar skyldu taka kristna trú. En nú sá klerkurinn, að þessi yfirlýsing var furðu djörf í garð heiðingjanna. Þeir höfðu einmitt valið hann til þess að standa fyrir málstað sín- um, af því að hann var heiðinn og í því skyni, að kristinn siður yrði ekki að lögum hér í landi. En hann fann ráð til þess að dempa óánægju þeirra og stakk upp á trúarlegri málamiðlun milli beggja flokka. Þessi mála- miðlun var í því falin, að heiðnum mönnum skyldi leyft að iðka ýmsa heiðna siði, einkum hinar og þessar venjur, sem voru hagkvæmar fyrir efnalega afkomu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.