Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 78
372
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
um, hvort hinir ódauðlegu höfundar hafa heitið á heiðinn
Þór í bænum sínum eða fallið fram fyrir Hvíta-Kristi
þeirra Gyðinganna.
Kristnitakan hér á landi er og að ýmsu leyti einkar-
góð lýsing á trúarskapgerð Forn-íslendinga. Þessi nýi
siður, er kollvarpaði aldagamalli heimsskoðun, átrúnaði,
guðsdýrkun og menningu, var leiddur í lög á alþingi
Islendinga árið 1000 með hávaðalitlu samkomulagi milli
heiðinna manna og kristinna. Báðir flokkar, hinn heiðni
og kristni (er var margfalt mannfærri), komu sér saman
um að hlíta úrskurði heiðins prebts, er þeir völdu til
þess að kveða á um það, hvort heiðinn siður ætti að
ríkja framvegis hér á landi eða kristin trú skyldi í lög
leidd. Eftir nokkra umhugsun, kvaddi presturinn sér
hljóðs og mælti fyrir þingheimi á þessa leið: Ef vér
höfum tvo siði, sundra þeir þjóðinni í tvo andstæða
flokka, og vér glötum reglu og friði í landinu. Til þess
að halda reglunni og varðveita friðinn skulu allir lands-
menn hafa ein lög og eina trú. Og af því að þessi
heiðni bragðarefur hefir sennilega rent grun í, að kristin-
dómurinn var tízkuuppáfyndning, er með tíð og tíma
hlyti að yfirskyggja hina hálfdauðu, heiðnu lífsskoðun,
þá lýsti hann yfir því fyrir þingheimi, að allir íslendingar
skyldu taka kristna trú. En nú sá klerkurinn, að þessi
yfirlýsing var furðu djörf í garð heiðingjanna. Þeir höfðu
einmitt valið hann til þess að standa fyrir málstað sín-
um, af því að hann var heiðinn og í því skyni, að
kristinn siður yrði ekki að lögum hér í landi. En hann
fann ráð til þess að dempa óánægju þeirra og stakk upp
á trúarlegri málamiðlun milli beggja flokka. Þessi mála-
miðlun var í því falin, að heiðnum mönnum skyldi leyft
að iðka ýmsa heiðna siði, einkum hinar og þessar
venjur, sem voru hagkvæmar fyrir efnalega afkomu