Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 82
376
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
standa á móti áhrifum hirðanna, þegar þeir koma í
námunda við hempuna og helgislepjuna. Þessi áhrif geta
haft vald yfir þeim alla leið að kosningaborðinu. Annað
samband er hér ekki milli trúar'oragða og jafnaðarstefnu.
Eg veit ekki betur en þessu sambandi sé líkt farið
í öðrum löndum. Þó grunar mig, að trúhneigðin sé þar
víðast hvar taumlausari, lotningin fyrir kirkju og kenni-
lýð þrællundaðri, áhrif þeirra á almenninginn öflugri, trú
og jafnaðarstefna að sama skapi nátengdari. Hin hvat-
skeytslega barátta yðar gegn trú og kirkju sýnir einmitt,
að þessi grunur minn er ekki gripinn úr lausu lofti.
Frá yðar sjónarmiði eru trúarbrögðin og kirkjan áhrifa-
mikill óvinur jafnaðarstefnunnar. Þér kallið þau ópíum,
er svæfi byltingaranda öreiganna. Og þess vegna kapp-
kostið þér að uppræta þau. Er það þá furða, þó að ég
minnist á trúarbrögð í sambandi við jafnaðarstefnuna í
ritgerð minni?
»Heimspeki eymdarinnar® lýíur ekki einvörðungu að
skyldleika þjóðfélagsmála og trúarbragða á íslandi. Hún
er þvert á móti miðuð við ástand, sem ríkir meðal allra
þjóða, engu síður í yðar löndum en á ættjörð minni.
»Heimspeki eymdarinnar« fól í sér þrjú meginatriði. Og
þau eru þessi:
Hún var svar til allra trúarbragðafræðara, sem bein-
línis eða óbeinlínis beita trúarbrögðunum gegn mann-
úðarkröfum jafnaðarstefnunnar.
Hún var óbein viðvörun til hinnar hungruðu hjarðar
allra landa, sem lætur troða sig fulla með upplognu
háspekisnakki.
En einkum var ritgerð mín beint svar til trúaðs
kennimanns, sem svaraði þjóðfélagsspurningum mínum á
hreinum trúargrundvelli. Þess vegna gagnrýndi ég svör
hans auðvitað á sama vettvangi. Eg sýndi honum fram