Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Page 93
IÐUNN
Bréf til jafnaðarmanns.
387
kirkjunnar. Og með kjarna trúarbragðanna og kenningu
Krists að vopni eigum vér að kappkosta og kappkosta
slyndrulaust að lokka kirkjuvöldin undir merki vorra
heilögu kenninga. En hvar sem prestur eða predikari
er andstæður þjóðfélagskenningum vorum, þar eigum
vér að reyna af fremsta megni að draga hvern einasta
safnaðarmeðlim út úr kirkjunni. Með öðrum orðum: Vor
helgasta skylda er falin í því að kollvarpa hinni úrelfu
hugmyndafræði kirkjunnar heimsendanna millum.
Kristindómurinn var upphaflega öreigatrúarbrögð,
sköpuð af öreigum handa jafnaðarmönnum og kommún-
istum. Ekkert staðfestir betur þá kenningu Karls Marx,
að efnalegar kringumstæður ákveði að langmestu leyti
{hann sagði aldrei að öllu leyti og var því sjálfur ekki
Marxisti!) gang sögunnar heldur en það, að slík trúar-
brögð skuli í 2000 ár hafa þjónað aðli, stríðsherrum og
peningapúkum og aldrei flaðrað auðmjúklegar en nú
fyrir stórgróðamönnum og hernaðarsinnum, — eru meira
að segja beittasta vopn þeirra gegn boðskap jafnaðar-
stefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. En byltingin
kemur, þrátt fyrir öll trúarbrögð, þegar efnalega þróunin
er komin í þær ógöngur, að hrun auðvaldsskipulagsins
er óumflýjanlegt. Og hugsið yður, hversu ljúflega krist-
indómurinn mun þá þjóna hinum nýju herrum, öreigun-
um, — ef þeir hafa vit á að þiggja þjónustu hans, —
eftir 2000 ára útlegð meðal þjófa og ræningja. Og ekki
þurfum við að bera kvíðboga fyrir því, að honum veit-
ist sérlega erfitt að teygja sig og toga eftir hinni efna-
Jegu nauðsyn jafnaðarríkisins. Svo vel hafa hinir fyrri
húsbændur hans liðkað hann og þjálfað. Sá, sem ekki
trúir þessu, hann er ekki Marxisti.
Villur eru örlög mannanna. I mörgum meginvillum hafa
jafnaðarmenn gert sig seka í baráttu sinni fyrir við-