Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 94
388
I3réf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
reisn mannkynsins. En einhver lakasta yfirsjón þeirra er
þó andúðin gegn trú á guð og annað líf. Með því
glappaskoti hafa þeir vissulega tafið framgang jafnaðar-
stefnunnar. Málstað vorum hefði óefað miðað betur
áfram en sagan sýnir, ef þeir hefðu þess í stað haft vit
á að hagnýta sér einmitt grundvöll trúarbragðanna sem
biturt vopn gegn auðvaldi og efnishyggju.
Þessi yfirsjón stafar að nokkru leyti af þeim regin-
misskilningi, að þeir hafa ruglað saman hinni efnalegu
söguskoðun og hinni vísindalegu efnishyggju. En þessi
menningarfyrirbrigði eiga ekki meira sameiginlegt en
þróunarkennings Darwins og útskúfunarkenning kirkj-
unnar. Vér efumst ekki um, að sú kenning Karls Marx
sé rétt, að efnalegar kringumstæður stjórni að miklu
leyti hugsunarhætti og athöfnum einstaklingsins. En það
sannar ekki, að sálin geti ekki þrátt fyrir það haft sjálf-
stæða tilveru. Kenning Marx segir ekkert annað en það,
að efnaleg lögmál stjórni að miklu leyti hugsunarhætti
einstaklingsins. Sjálfur var Karl Marx svo lífill Marxisti,
að hann viðurkennir jafnframt, að hugsun mannsins eigi
mikinn þátt í rás hinnar efnalegu þróunar.
En af þessum misskilningi leiddi aftur aðra hugsunar-
villu, er oft verður vart í ræðum og ritum jafnaðar-
manna. Hún er í því fólgin, að þeir hafa aldrei gert
neinn greinarmun á kenningum kirkjunnar og undirstcðu
trúarbragðanna. En þótt vér vitum, að kirkjan sé heimsk
og áhrif hennar siðspillandi, þá getur undirstaða hennar
verið af alt öðru bergi brotin. En jafnaðarmönnum virð-
ist ekki enn þá hafa skilist, að jafnvel á bjargi má reisa
andstyggilegt og óholt hreysi.
Þá hefi ég gert yður ofurlitla grein fyrir afstöðu
minni til sambandsins milli stjórnmála og trúmála. Og
ég hefi gert það vegna þess, að ég vildi, að þér fylgduð