Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 96
390
Bréf til jafnaðarmanns.
IÐUNN
Þér fullyrðið, að guðspekin hafi máttuleika til að
hylja fyrir fólki »veruleika stéttabaráttunnar*. Auðvitað.
Vissulega eru til margir guðspekingar, sein nota guð-
spekina fyrir krydd í ólyfjan auðvaldsskipulagsins. En
slík drottinsvik eru ekki sök guðspekinnar. Það eru glæpir
þeirra manna, sem telja sig guðspekinga. Slíka loddara
finnið þér í öllum göfugum hreyfingum. En um guð-
spekina sjálfa verður það sannast sagt, að hún stendur
nær jafnaðarstefnunni en nokkuð annað heimspeki- eða
háspeki-kerfi, sem opinberað hefir verið mönnum. Eina
þjóðfélagsskipulagið, sem unt er að draga rökrétt af
heimspekikenningum guðspekinnar, er sameignarríki
jafnaðarstefnunnar.
»Kraftaverk« guðspekinnar sýna ekki að mínu viti að
eins »óveruleika«, »ímyndun« og »trú« fremur en sams
konar fyrirbrigði annara kenningakerfa. Oft og ef til
vill ávalt virðast þau vera útgeislanir frá einhvers konar
veruleik, einhvers konar orkulind, sem oss er enn þá
ókunn, að minsta kosti í svo nefndum vísindalegum
skilningi. En svo mikið hefir reynslan sannað oss, að
»kraftaverkin« eru voldugur máttur, hvaðan sem hann
kemur og af hverju sem hann stafar, máttur, sem er
fær um að breyta svartanóttu í sólskinsbjartan dag. Og
ég hygg, að oss sé miklu þarfara að rannsaka þessa
orkugjafa, kosta kapps um að þekkja eðli þeirra og
gera oss far um að hagnýta oss gagnsemi þeirra heldur
en að hundsa þá með þegjandi fyrirlitningu eða reyna
að kæfa þá með íhugunarlausu fordómaslúðri.
Flestir vísinda- og heimspeki-frömuðir hafa framið
eina höfuðsynd í heilabrotum sínum um eðli hlutanna.
Þessi synd er í því falin, að þeim hætti jafnan við að
fjalla um rannsóknarefni sín frá því eða þeim sjónar-
miðum eingöngu, er gátu leitt þá til niðurstöðu, er þeir