Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Síða 105
IÐUNN
Oreiga-menning.
399
hjá að móðga »vökumenn« nútímans, þá gætum vér Iitið
til Forn-Rómverja. Hjá þeim var ekki einungis kensla
öll og uppeldismál lagt í hendur þrælanna, — þeir hinir
sömu þrælar voru einnig látnir annast um skáldskapinn
og heimspekina. Gerðu þeir uppreisn og vörpuðu af sér
okinu fyrir því? Nei, þeir héldu áfram að vera þrælar
og dyggir vökumenn andans. Aðallinn fyrirleit þá, og
samkvæmt rökrænum lögmálum varð andlega lífið sjálft
að bera sinn bróðurhluta af þeirri fyrirlitningu. Mundi
ekki peningaaðall vorra tíma sjá hlutina í svipuðu ljósi?
Vér getum engan veginn vænst þess, að þekking og
lærdómur út af fyrir sig skapi umbótahug eða megni
að snúa hjóli tímans. Fræðagrúsk á borgaralega vísu
hjálpar oss ekki hót. Til andlega lífsins verðum vér að
taka þá afstöðu, sem oss er eiginleg. Vér notum það,
sem kemur oss að haldi, en hinu köstum við hiklaust
fyrir borð, hversu mikinn arftekinn helgiljóma sem það
kann að hafa yfir sér. Oss verður að vera það ljóst að
ýmislegt, sem er eitur í beinum gamla heimsins, getur
verið oss hollur orkugjafi. Vér förum að dæmi býflugn-
anna, er safna hunangi einnig úr þeirn blómum, sem
vísindin kalla eiturblóm. Vér verðum um fram alt að
fylgja vorri eigin eðlisávísun og ekki glata oss sjálfum.
Það er eðlisávísun öreigans, sem vakir oss í brjóstum
og hún ein, sem er fær um að vísa oss veg. Gamla
menningin — sú, er nú hefir fengið sinn dóm og vér
erum kjörnir til að taka við af — hún getur auðvitað
aldrei orðið oss að leiðarljósi.
Grundvöllur hinnar nýju menningar, vorrar menningar,
er samtök, samhyggja, samábyrgð. Sá grundvöllur er
traustur. Hann varð til fyrir aldalanga neyðarvörn og
beizka baráttu undirstéttanna. Undir járnfargi Manchester-
kenningarinnar á síðustu öld var hann að fullur lagður,