Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Qupperneq 106
400
Oreiga-menning.
IÐUNN
kristallaður í fastbygða Iífsskoðun. Þessi Iífsskoðun er
nú að safna undir merki sitt hinum beztu mönnum úr
öllum stéttum. Vér getum verið glaðir og hróðugir yfir
því, að vér höfum borið gæfu til að gefa mannkyninu
fastmúraðan grundvöll að nýrri, traustri heimsskoðun
einmitt á tíma, er hin gamla jörð tók að skríða undir
fótum mannanna. Með fullum rétti sér öreiginn sögulegt
réttlæti í því, að það fellur í hans hlut að snúa hjóli tím-
ans. Stærsta sigurtákn auðvaldsmenningarinnar, vélarnar,
hafa á liðnum tíma kramið sundur miljónir manna, bæði
beinlínis og óbeinlínis. Það er kominn tími til þess að
gera vélarnar að eflendum mannlegrar hamingju, í stað
þess að láta þær tortíma henni. Og hverjir ættu að
valda þeim umskiftum, ef ekki þeir, sem þyngstar búsifj-
arnar hafa orðið að þola?
Frægur þýzkur hagfræðingur, Schmalenbach prófessor,
hefir með skýrum rökum sýnt fram á það, að aldrei
hafi hinni vinnandi stétt stafað meiri hætta af vélunum
en nú. Sú hin skipulagsbundna orkunýting, sem átt hefir
sér stað — sérstaklega á árunum eftir styrjöldina —
og stöðugt fer vaxandi, gerir mannlegan vinnukraft meir
og meir óþarfan. Og vegna þess, að vélarnar vinna ekki
í þágu heildarinnar, heldur til þess að einstakir menn
geti auðgast á þeim, verður afleiðingin sú, að stærri og
stærri hluti af vinnulýðnum missir atvinnu sína og kemst
á vonarvöi. Prófessorinn spáir hruni og ófarnaði alls
mannkyns, ef þetta framferði verði látið afskiftalaust. —
Og allsstaðar sjáum vér að vélaiðnaðurinn færist í auk-
ana, vélarnar verða fleiri og afkastameiri, framleiðslan
eykst geypilega, en verkamennirnir eru reknir út á
gaddinn. Svo að segja í öllum löndum er atvinnuleysið
orðið stöðugt fyrirbrigði og fer sívaxandi. Þúsundir og
jafnvel miljónir vinnufærra og vinnufúsra manna ganga