Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1928, Side 107
IÐUNN
Oreiga-menning.
401
iðjulausir allan ársins hring og hafa ekki málungi matar.
A Bretlandi er þessu ástandi svo langt komið, að ríkis-
stjórnin hygst að tæma heil héruð og borgahverfi og
flytja fólkið eins konar hreppaflutningi til nýlendanna.
Eins og hirðingjar reka hjarðir sínar úr einum stað í
annan, eins og skepnur ganga kaupum og sölum, þannig
reka nú ríkisstjórnirnar vinnulýðinn af höndum sér —
út í óvissuna, kannske út í opinn dauðann. Vissulega
er kominn tími til þess, að öreigarnir sjálfir fái hönd í
bagga með niðurröðun hlutanna í þessum heimi, —
að þeir taki í taumana og bindi enda á það villimanns-
lega stjórnleysi, sem ríkir í atvinnulifi þjóðanna og árs
árlega kostar hamingju og líf miljóna manna.
Skipulag, samstarf, félagshyggja, — það eru kjörorð
vor. Sérhyggjan er orðin að svipu á mannkynið. Trúin
á einstaklinginn, sjálfstæði hans, frelsi og framtak
hefir leitt heiminn út í hinar verstu ógöngur. Einstakl-
ingshyggja þýðir það, að ein einstök fruma tekur sig
út úr og vill ráða sér sjálf, vaxa og þroskast óháð öðr-
um frumum lífkerfisins. Þegar þetta verður í líkama
vorum, er það nefnt krabbamein. — Uti um víða veröld
er kenningin um einstaklingsréttinn og einstaklingsfrelsið
að rýma sæti fyrir þeirri skoðun, að einstaklingurinn
sé fruma í þjóðfélagslíkamanum. Þetta er sú hin nýja
lífsskoðun, sem óðum ryður sér til rúms. Og það merki-
lega er, að einmitt þessi heildarhyggja orkar því að
skapa persónuleik, — sjálfstæða og sérkennilega menn.
Hvergi í heiminum hefi ég rekist á jafn marga menn
með persónuleik eins og í Rússlandi nú á dögurn. Því
fer mjög fjarri, að þetta nýja lífsviðhorf þurki út sér-
eðlið og geri oss að vélrænum múgmönnum. Þvert á
móti. — Ef eg vil fá mér verulega gott epli, þá vel eg
úr það, sem hefir flesta kosti eplisins sameinaða. Eg vel