Kirkjuritið - 01.03.1938, Page 8

Kirkjuritið - 01.03.1938, Page 8
86 Ásmundur Guðmundsson: Marz. t Vu pnafjarðctrkirkja. menn æltu erfitt með að koma því við svo oft og undan- farið hefði verið samkomulag um það milli presls og safnaðar, að sjaldnar skyldi messað. Ekki undi séra Sigurður því, að messufall yrði í prestakallinu annan Iivern sunnudag, svo að hann ákvað að messa til skiftis á helgum dögum i Vopnafjarðarkaupstað og að Hofi. Þessu kunni safnaðarfólk hans lu'ð bezta, og urðu guðs- þjónustur þannig vel sóttar hvern helgan dag. Vegleg kirkja reis á Vopnafirði fyrir forgöngu séra Sigurðar og sóknirnar urðu tvær. Að Hofi lét hann einnig smíða stóra og fallega kirkju. Var kirkjusókn mjög góð alla prestsskapartíð lians. Ræður lians voru ljósar og' skipu- lega samdar, og féllu fólki vel i geð, og öll altarisþjón- usta fórst honum prýðilega.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.