Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 31

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 31
Kirkjuritið. Kennarinn. 109 dóm á próf. Sívertsen í því, er okkur Itar á milli. Þvert á móti lærði ég því betur að elska liann og virða sem ég kynt- ist honum meir, og þó ef til vill mest eftir að ég liafði lokið prófi og átti oft við hanri langar og ógleymanlegar sam- ræður á lieimili hans. Þá sá ég inn í sál lians betur.en ég hafði áður gert. Ef til vill af því, að ég liafði sjálfur þroskast að andlegum skilningi, eða vegna þess, að það var um hann eins og marga aðra viðkvæma menn, að hann naut sín ver í fjölmenni en í trúnaðarsamræðu. Þá átti hann bezt m'eð að gefa mest af sjálfum sér. Það hygg ég-þó að eigi sé ofmælt, að einlægni hans og falslaus trú og einskær góðmenska liafi unnið lnig og hjarta allra nemenda hans áður en lauk, eigi aðeiris í kenslustundum, heldur og á þeim samræðufundum og í þeim guðræknisstundum, er liann átti með okkur ut- an deildar. Engum duldist það, að í þessum manni hjó algjörlega hrekklaust hjarla, hreint eins og gull og mót- að af kærleiksanda meistarans. En það sem ég lærði hezt að meta við nánari kynning var þetta, að ekki kom þetta til af því, að hann væri að eðlisfari gæddur minna skapríki en aðrir menn, né að hann væri fæddur full- kominn á nokkurn hátt fremur en aðrir. Heldur konr hann mér fyrir sjónir eins og maður, sem gengið hafði gegnum sáran hreinsunareld lífsreynslunnar og konrið út úr honum betri en hann áður var. Það var ekki fyrst og fremst, að liann væri lærður í trúfræðinni. Það sem meira var vert: Hann liafði sjálfur, eftir öll- 11 in sínum beztu hæfileikum og með allri þeirri vand- virkni og samvizkusemi, er honum var gefin, harist trú- arinnar góðu baráttu, lifað í trúnni, unz sjálfur lifði hann ekki framar, heldur Kristur í honum. Á honum sannaðist þvi þelta orð: Það sem ég þó enn lifi i holdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son. — Það er mikilsvirði að geta kent kristindóm með andríki og mælsku. En ,á- hrifaríkasta kenslan, sú, sem ekki er liægt að gleyma, er þessi, að lifa kristindóminn, framganga með sínum

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.