Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 35

Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 35
Kirkjiiritið. Kennarinn. 113 tímum æfinnar. Ég lét í ljós vanþóknun rnína og taldi, að enga nauðsyn hefði horið til þess, enda rnundi hann hafa átt ýmislegt það í fórum sínum, sem eftirsjá væri í og átt liefði að geymast á söfnum. En að þessu hrosti hann og sagði: „Það litla gagn, sem þessar ræður kunna að hafa gert, eru þær búnar að vinna. Til hvers er að vera geyma það í söfnum, sem manni hefir aldrei þótt nógu gott sjálfum? Nú duga engar gamlar ræður. Nú þarf nýja menn með nýjar ræður“. Þessi orð munu verða mér minnisstæð: Lítillætið í þeim, að geta þannig með jafnaðargeði horft á sjálfan sig og' sitt stril til margra ára þurkast út og gleymast úr minnum lands og lýða, að öðru leyti en því, sem ávöxl- ur verkanna geymist í Guðs liendi. Fúsleikinn að ganga frá enduðu starfi og óska þeim brautargengis, sem taka við. Og gleðin yfir því, að vera nú leystur úr baráttunni og fá að hverfa inn í fögnuð herra síns. Minnisstæðastur verður mér friðurinn, sem lýsti af sál hans, þegar þessi síðustu bönd hins jarðneska lifs voru slitin. „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himna arf skulum laka?“ Örlítil hégómatilfinning er oft síðasti þátturinn, sem oss heppnast að slíta af oss. En hvílíkt frelsi og andleg gleði, er oss liefir tekist, að þurka þetta alt á brott! Það er sá friður, sem heimurinn getur hvorki veitt né í burtu tekið. Þaðan stafaði birtan í augun vinar míns, er ég sá hann síðast að því kominn og við því búinn, að fæðast úr þessu Ijósi í annað. Aldrei efast ég um það, að sú hirta muni hverl'a til upphafs síns. Benjamtn Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.