Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 41

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 41
Kirkjuritið. Sjómannadagurinn. 119 vermannanna, — gera þá sinnulausa um sitt innra eðli og andlega líf, og' ábyrgðarsljóa um það samlíf og þær stofnanir, sem vernda vilja sálarlíf manna og samvizku. Enginn skilji orð mín svo, að ég telji landfólkið yfir allar slíkar liættur vaxið. Jafnvel bændur og dalamenn geta komist á vald hópsefjunar og gleymsku. En það sem vér í dag viljum einkum virða fyrir oss, er lifsvið- liorf sjómanna vorra sem tiltölulega stórrar og vaxandi stéttar, með vaxandi ábyrgð í þjóðfélagi voru. Þegar vér skygnumst um i bafnarbæjum og fiskiverum binna stærri þjóða, þá ber þar ýmislegt fvrir augu, sem vér i dag og alla daga ættum að biðja, að aldrei verði landfast og hefðfast á íslandi, — ýmiskonar „læpuskaps ódygðir“, siðleysi og úrkynjun. Bjarni Thorarensen óskar þess í kunnu kvæði, að ísland megi heldur sökkva í sæ, en að sú ómenning festi þar rætur. Og þó hafa framfarir tímans flutt liana mun nær landi, en þá var. Og bún verður hér landföst, ef menn hvorki hugsa, skilja né vilja svo sem ber — ef ekki er varhugi goldinn við hættum sálarlífsins og hóplífsins. Menn verða að átla sig á hinum lítt áhærilegu verkunum líðandi stund- ar. Skapgerð manna myndast yfirleitt ekki í stökkum, heldur í liægri ósýnilegri þróun, dag eftir dag', ár eftir ár. Það lögmál verkar ýmist til viðreisnar eða falls. Það eru daglegu hugsanirnar, daglega orðhragðið, daglegu smáatvikin, þótt jafnan virðist litlu skifta, sem að lokum ráða örlög'um manns og þjóðar. Áhyrg sjómannsstétt á að hafa vfirsýn yfir þetta vaxtarlag lífsins og skilja, hversu það verkar annaðhvort til menningar eða til úr- kynjunar, þegar til lengdar lætur. Eftir 5 ár á íslenzka þjóðin að gera það upp við sjálfa sig, hvorl menning liennar getur horið fullkomið póli- liskt sjálfstæði, eða ekki. Hvernig verða þeir menn, sem þá greiða atkvæði í veiðistöðvunum og á sjótrjánum Du gur íslenzkra sjómanna er nú þektur og viðurkend-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.