Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 10

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 10
88 Ásmundur Guðmundsson: Marz. þing' og stjórn sintu ekki. Tóku þeir séra Sigurður og séra Einar Þórðarson í Hofteigi þá að sér að reyna að vekja áhuga manna á framkvæmd málsins. Séra Sig- urður skrifar m. a. um kirkjuþing í Nýju kirkjublaði 1907 og á prestastefnunni á Þingvöllum 1909 hefir hann framsögu um málið og styður það ljósum og sterkum rökum. Samþykti fundurinn að skora á Alþingi að sam- þykkja lög um kirkjuþing, skipað prestum og leikmönn- um, er hefði fult samþyktarvald í sínum eigin málum og tillögurétt í öllum þeim almennum löggjafarmálum, er snerta kirkjuna. Lengra varð málinu þó ekki þokað, og urðu séra Sigurði það mikil vonljrigði. En oft mintist hann prestastefnunnar á Þingvöllum og samþykta hennar. Ein þ'eirra var um viðhæti við Sáhnabókina, og vann séra Sigurður í nefnd að sálmavali í hana. Urðu sálmarnir 150. En ekki komu þeir út fyr en 1917. III. Þegar Háskólinn var stofnaður 1911, bauðst séra Sig- urði kennarastaða í guðfræði við hann. Þá hann það boð, því að samverkamenn hans áttu að vera þeir pró- fessorarnir Jón Ilelgason og Haraldur Níelsson. Lýsir hinn fyrnefndi hér á eftir starfi hans fyrir Háskólann, en það hófst haustið 1911, er hann kom til Reykjavíkur alkominn. Okkur duldist ekki, fyrstu lærisveinum lians, af hve mikilli alúð og samvizkusemi hann rækti kenslu sína. En þó varð annað okkur minnisstæðara. Við höfðum haft þá venju áður að hittast stöku sinnum hverir hjá öðrum, lesa kafla í Nýja testamentinu og tala um andleg mál. Séra Sigurður spurði, hvort hann mætti vera með okkur, og játuðum við því. Að þessu varð okkur mikill andlegur gróði. Veigameiri mál urðu valin til umræðu. Við skift- umst um að hafa framsögu og vönduðum okkur nú miklu betur en áður. Sálmar voru sungnir á undan og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.